14.5.2014 | 09:47
Hús dagsins: Geislagata 14 eða Sjallinn
Það hefur staðið til lengi hjá mér að taka fyrir Sjallann, en hann er óumdeilanlega í hópi sögufrægustu og nafntoguðustu húsa Akureyrar. En Sjallinn eða Sjálfstæðishúsið var reist árin 1962-63 fyrir Sjálfstæðisflokkinn- eins og nafnið bendir til. Þarna hafa verið haldnir dansleikir og böll frá upphafi en húsið hefur tekið miklum breytingu þessa hálfu öld. Sjallinn telst standa við Geislagötu en á Landupplýsingakerfi Akureyrar telst hann vera nr. 7 við Glerárgötu. Húsið er þrílyft steinsteypuhús með lágu risi en kjallari er undir hluta hússins og á suðurhlið er stigabygging. Stór hluti jarðhæðar er verslunarrými en þar er einnig anddyri og fatahengi og bar. Í kjallaranum er einnig bar og lítill og þar voru um tíma reknar krár (eða "pöbbar") undir ýmsum nöfnum m.a. Kjallarinn og Down Under. Þar eru einnig geymslur. Aðal danssalurinn er á annarri hæð og er hann í hópi stærstu danssala á landinu og rúmgóð sena. Salurinn nær upp í rjáfur og lofthæðin allavega um 5-6 metrar. Hann er í austurhluta hússins en á vesturhluta hæðarinnar, þar sem er "einföld lofthæð" eru og tveir barir og betri stofur með leðursófum og borðum. Þriðja hæðin nær aðeins yfir hálfan grunnflöt hússins eins og gefur að skilja en þar er einnig danssalur og þar hafa einnig verið reknar krár m.a. Dátinn. Þá eru svalir yfir salnum þar sem hægt er að sitja við borð með gott útsýni yfir sviðið. Að jafnaði er aðeins opið á annarri hæð hússins en á stærstu samkomum hafa báðar hæðir verið opnar. Þá er fyrirkomulagið jafnan þannig að hljómsveit spilar í stóra salnum en á Dátanum er plötusnúður eða "DJ". Sem áður segir hefur húsið verið skemmtistaður frá upphafi og líklega fáar íslenskar hljómsveitir síðustu áratuga sem EKKI hafa spilað þarna. Í hugum margra (ég leyfi mér að fullyrða langflestra) er nafn Ingimars Eydal tengt Sjallanum órjúfanlegum böndum en hann spilaði þarna á böllum með hljómsveit sinni áratugum saman. Sjallanum hefur sem áður segir verið breytt oft og mikið en e.t.v. mest í kjölfar stórbruna sem þarna varð í lok árs 1981. Sumarið 1982 var nýr og endurbættur Sjalli tekinn í notkun og mun þá Sjallanafnið hafa tekið "formlega" við af Sjálfstæðishúsinu. Á jarðhæð hafa ýmsar verslanir verið gegn um tíðina, þarna var t.d. ein fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin, stórmarkaðurinn, á Akureyri en á þeim tíðkaðist almennt að verslað væri yfir borð og brauð var keypt í einni búð, mjólk í annarri og kjöt og fiskur í sérverslunum. Raftækjaverslunin Radionaust var þarna starfandi þarna lengi vel og um tíma var hárgreiðslu- og snyrtistofu þarna. Síðan 2012 hefur Tónabúðin haft þarna aðsetur. Ég veit ekki til þess að nokkurn tíma hafi verið búið í Sjallanum og þykir mér það næsta ólíklegt. Sjallinn var fimmtugur sl. sumar, var opnaður 5.júlí 1963 og enn er hann við lýði þó stundum heyrist raddir og tröllasögur um lokun staðarins. Ýmsum finnst húsið sjálft og skemmtistaðurinn svipur hjá sjón miðað við það sem var og sitt sýnist hverjum um framtíð Sjallans og ástand hans. En eitt er víst að þetta er einn sögufrægasta skemmtistaður og sögulegt gildi hússins í skemmtana- og menningarsögu landsins ótvírætt og má vel færa rök fyrir friðlýsingu hússins af þeim sökum. Sá sem þetta ritar fer oft í Sjallan og hefur gaman af, það hefur t.d. verið fastur liður hjá mér sl. sjö áramót eða svo að kíkja á Nýjársdansleik með Páli Óskari. Þess má geta hér að undirritaður hvorki drekkur sig fullan og er alls ekki liðtækur á dansgólfinu. Hvort sem um ræðir diskótek eða böll, leiksýningar, uppistönd eða brjálaða þungarokkstónleika finnst mér alltaf gaman að skella mér í Sjallann. Þessi mynd er orðin fjögurra og hálfs árs, tekin 13.nóvember 2009 en ég ætlaði mér lengi vel að skrifa um Sjallann en einhvern veginn datt það upp fyrir. Svo er önnur tekin aðfararnótt 17.júní 2010 og sýnir mikið fjör utan við húsið, ball í gangi innan dyra.
Ágætu lesendur: Ykkur er meira en velkomið að deila hér undir "Athugasemdum" minningum úr Sjallanum síðustu hálfu öldina ef það er eitthvað sem þið viljið deila með gestum síðunnar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.