Hús dagsins: Aðalstræti 42

Húsamyndasafnið telur þegar þetta er ritað 434 myndir. Sjaldan gef ég mér tíma til að skoða það gaumgæfilega, en skutla reglulega inn á það myndum. Í gær fletti ég í gegn og fann þar "gleymda" mynd sem ég tók fyrir réttum fjórum árum, 29.maí 2010. Og það var mynd af Aðalstræti 42. Sá dagur var kjördagur til Sveitarstjórnarkosninga og tók ég nokkrar myndir á leiðinni heim af kjörstað, Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Innbænum. Því er e.t.v. ekki úr vegi að birta þessa mynd og umfjöllun núna í vikunni fyrir kosningar Wink.

P5290052

En Aðalstræti 42 hefur sannarlega staðið tímanna þrenna eða ferna og það var risið þegar fyrst var kosið til bæjarstjórnar á Akureyri árið 1863.  En húsið reisti Sigurður Sigurðsson 1851-52 á lóð sem Ari Sæmundsson í Bibliotekinu, Aðalstræti 40 úthlutaði honum. Húsið er einlyft timburhús með háu og bröttu risi með miklum miðjukvisti sem nær fram úr húshliðinni og er á tveimur hæðum og því jafnvel hægt að tala um útbyggingu frekar en kvist. Nýleg steypt viðbygging er bakvið húsið og tengjast þessi tvö hús tengjast með steinsteyptum gangi. Sennilegt er að þeir hafi byggt hús sín á svipuðum tíma en í upphafi voru húsin ekki ósvipuð, einlyft, látlaus hús með háu risi en þeim hefur hvort um sig verið breytt og á mismunandi hátt. Í húsinu sunnan við, Aðalstræti 44 rak athafnakonan Elín Einarsdóttir Thorlacius veitingasölu, Elínarbauk, á 8. og 9. áratug 19. aldar. Hún átti einnig þetta hús og leigði þarna gistirými en árið 1890 var eigandi hússins Kristján Jósepsson. Hann reisti kvistinn mikla framan á húsið og fékk húsið þá það lag sem það nú hefur. Húsið hefur verið íbúðar og gistihús, sem áður segir, og ekki ólíklegt að um tíma hafi margar fjölskyldur búið í húsinu samtímis. Byggt var við húsið árin 2010-11, steinsteypt bakbygging og niðurgrafinn bílskúr og er sú framkvæmd vel heppnuð, því gamla húsið nýtur sín enn og spillist lítið af viðbyggingunum. Þegar meðfylgjandi mynd var tekin voru þessar framkvæmdir í gangi. Ein íbúð er í húsinu. Allt er húsið í góðri hirðu og umhverfi þess einnig til prýði.

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

 Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband