Hús dagsins: Aðalstræti 21

Aðalstræti 21 byggði maður að nafni Guðlaugur Pálsson árið 1921. 

P6190005

Sá var trésmiður frá Litlu- Tjörnum í Ljósavatnshreppi. Húsið er á tveimur hæðum með lágu risi en vegna þess hve neðri hæð er niðurgrafin myndi ég kalla það einlyft á háum kjallara. Krosspóstar og þverpóstar eru í gluggum. Þá er einnig bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar. Húsið er líkast til lítið breytt frá upphafi en þó hefur skorsteinn sem var á húsinu verið brotinn niður, sennilega um leið og þak var endurnýjað. Húsið var reist sem íbúðarhús en ekki þykir mér ólíklegt að í kjallara hafi mögulega verið verkstæðisrými eða eitthvað álíka. Ekki er þó minnst á slíkt í þeim bókum sem ég styðst við hér. Árið 1986 höfðu aðeins verið þrír eigendur að húsinu. Húsið lítur vel út og er í góðu standi. Ein íbúð er í húsinu eftir því sem ég kemst næst. Þó húsið sé e.t.v. ekki mikið breytt gegnir öðru máli um umhverfi þess. Nú stendur húsið á horni Aðalstrætis og Duggufjöru en það er nýleg gata (lögð um 1990) á uppfyllingu sem kom til við eða fljótlega eftir lagningu Drottningarbrautar (1973). Þegar húsið var reist var hins vegar fjara í bakgarði þess.

Þá stóð stórt og mikið hús, Aðalstræti 23 sunnan við þetta hús u.þ.b. á götustæði Duggufjöru. Það var tvílyft timburhús með háu risi, byggt 1899 af Jakob Gíslasyni söðlasmið á uppfyllingu sem mokuð var úr brekkunni og var það syðsta í röðinni sem byggð var á henni. Á sama tíma voru húsin númer 13 og 17 byggð þarna og númer 15 og 19 fáeinum árum seinna. Var þetta eitt stærsta húsið austan megin við Aðalstrætið, en húsið var rifið árið 1979. Mér þykir sjálfsagt að minnast á þau hús sem horfin eru því vissulega eru þau hluti af sögunni líka.  Þessi mynd af Aðalstræti 21 er tekin 19.júní 2014. 

 Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 436859

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 326
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband