Hús dagsins: Fróðasund 4

Fróðasund skiptist í tvo stutta götustubba, hvor um sig um 50 metrar sitt hvoru megin Lundargötunnar. Ofan eða vestan Lundargötunnar standa tvö hús, númer 3 og  þetta hús, Fróðasund 4. P9080002Húsið byggðu þeir Eiríkur Kondrup og Þórir Haraldsson árið 1943 og var það reist sem verslunarhús, líkt og gluggar neðri hæðar vitna um. Teikningar af húsinu hafa varðveist og eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar, en ekki er vitað hver höfundur hússins er. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og stendur á lágum grunni. Ekki er kjallari undir húsinu. Á vesturhlið hússins er áfastur bílskúr, einnig með valmaþaki en á austurhlið er steinsteypt skúrbygging sem liggur að lóðarmörkum og er sameiginleg með næstu húsum. Gluggar eru með fjórskiptum póstum, bæði á efri hæð og einnig verslunargluggar á neðri hæð og virðast þeir í samræmi við upprunalegar teikningar að húsinu. Húsið er líkast til lítið breytt frá upphafi a.m.k. að ytra byrði. Nú er saumastofa á neðri hæð en ýmis starfsemi hefur verið þar gegn um tíðina. Íbúðir eru á efri hæðinni en einnig er lítil íbúð í bílskúrnum. Lóð hússins er ekki víðlend en hún stækkaði nokkuð fyrir fáeinum árum síðan þegar lítið bakhús, Lundargata 13b var rifið og lóð þess húss skiptist á milli Fróðasunds 4 og Gránufélagsgötu 19. Umhirða bæði húss og lóðar er mjög góðu lagi. Þessi mynd er tekin 8.sept. 2014. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband