Hús dagsins: Eiðsvallagata 11

Í ársbyrjun 1931 fær Jóhann Kristjánsson “leigða hornlóð vestan Hríseyjargötu og norðan Eiðsvallagötu” Það er lýsing sem átt getur við þessa lóð en Eiðsvallagata 11 stendur á norðvesturhorni þeirrar götu og Hríseyjargötu. PA310006Hins vegar þykir mér ljóst að þar sé um að ræða lóð númer 9, en 5.maí 1942 er þessi lóð leigð til þess sem reisti þetta hús, Eiðsvallagötu 11. En þar ekki minnst einu orði á áðurnefndan Jóhann Kristjánsson eða nokkurn þáverandi lóðarhafa yfirleitt. En húsið Eiðsvallagötu 11 reisti Vilhjálmur Þorsteinsson árið 1942 eftir teikningum Jóns B. Benjamínssonar. Húsið er byggt á pöllum og í upphafi var þetta hús ekki ólíkt Eiðsvallagötu 5 en því húsi var hins vegar breytt verulega síðar. Í byggingarleyfi segir að Vilhjálmi sé leyft að reisa steinhús, "ein hæð með skúrþaki en kjallari undir hálfu húsinu". En húsið er sem áður segir byggt á pöllum og skiptist í tvær álmur, sú vestari er ein hæð en austari er kjallari og hæð. Gluggapóstar eru lóðréttir og horngluggar á göflum, beggja vegna á vesturhlið en aðeins norðanmegin á þeirri eystri. Húsið er múrhúðað að utan með kvarsmulningi, sem í daglegu tali er kölluð skeljasandur. Upprunalega var húsið með flötu þaki en árið 1955 var þaki breytt og nú er valmaþak á húsinu. Hönnuður þeirra breytinga var Guðmundur Gunnarsson. Að öðru leiti er húsið nánast óbreytt frá upphafi að ytra byrði, gluggapóstar eru t.d. eins og skeljasandsmulningurinn er að öllum líkindum upprunalegur. Í húsinu er ein íbúð. Myndina tók ég síðasta dag októbermánaðar árið 2014, en þá myndaði ég öll þau hús í Eiðsvallagötuna er mig vantaði í safnið.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35 og 1941-48 Óútgefin rit, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband