16.12.2014 | 11:57
Hús dagsins: Eiðsvallagata 14; Gamli Lundur.
Elsta hús eða húsin sem enn standa á Oddeyri eru Gránufélagshúsin við Strandgötu 49 en elstu hlutar þess húss eru frá 1873. Það var þó ekki fyrsta húsið sem reis á Eyrinni því árið 1858 risu þar tvö hús, sitt hvoru megin við þar sem nú er Eiðsvöllur. Þar var annars vegar um að ræða torfbæ, sem stóð þar sem nú er Norðurgata 31 og hins vegar var það Lundur, eða Gamli Lundur sem stóð þar sem nú er lóðin Eiðsvallagata 14. Sá Gamli Lundur sem nú stendur er að vísu ekki nema ríflega þrítugur en svo til nákvæm eftirmynd fyrirrennarans en nánar um það síðar.
Eiðsvallagata 14 eða Gamli Lundur er einlyft timburhús á lágum grunni og með háu, bröttu risi af gerð sem algeng var á 19. öld. Smáir sexrúðupóstar eru í gluggum og á suðurhlið er inngönguskúr en aðaldyr hússins á vesturgafli. Allt er húsið veggir jafnt sem þak klætt timbri, svokallaðri listasúð, og að gömlum hætti er húsið allt svartmálað; væntanlega vísun til þess þegar flestöll hús voru tjörguð. Ég hef séð dæmi þess að fólk, sem ekki gjörþekkir húsin á Akureyri, taki feil á Gamla Lundi og Laxdalshúsi í Innbænum en þessi hús eru vissulega ekki ólík fljótt á litið. Húsið er skástætt miðað við götu, þ.e. grunnflötur hússins myndar ekki horn við götu enda er hann mun eldri en gatan sjálf. Þess má einnig geta að hús númer 13 stendur líkast til nærri 200 metrum neðar við götuna en oddatölur Eiðsvallagötunnar liggja nokkru neðar en þær sléttu (nr. 1 er á móti nr. 18).
Lund (sem þá var auðvitað ekki orðinn Gamli) reisti Lárus Hallgrímsson 1857-58. Hann veiktist hins vegar áður en hann náði að ljúka byggingu hússins og í september 1858 er það selt á uppboði Jóni Laxdal. Kaupverðið var 240 ríkisdalir. Hann bjó ekki lengi í húsinu en fyrsta áratuginn voru eigenda- og íbúaskipti nokkuð tíð og oftast nær bjuggu þarna 3-4 fjölskyldur samtímis. Gránufélagið eignaðist húsið 1872 og ári síðar risu áðurnefnd hús þess félags við Oddeyrartanga. Undir stjórn Einars Ásmundssonar í Nesi, framkvæmdastjóra Gránufélagsins var Lundur innréttaður sem sölubúð haustið 1873 og árin um 1880 var starfrækt þarna niðursuðuverksmiðja. Þar var á ferðinni Þorsteinn Einarsson frá Brú á Jökuldal en hann var framkvæmdastjóri þeirrar verksmiðju. Hann var stóð á þeim tíma í byggingu mikils stórhýsis úr steini um 20 metrum suðaustan við Lund en árin 1881-83 mun hann hafa búið í Lundi, e.t.v. flutt inn í steinhúsið 1883. Skráð byggingarár þess húss er 1880 en vel má vera að það hafi tekið nokkur ár að innrétta húsið sem íbúð, en til er ljósmynd frá 1882 sem sýnir húsið fullbyggt að utanverðu. Steinhúsið, sem Þorsteinn reisti í félagi við Björn Jónsson þekkja margir sem Steinhúsið eða Gamla Prentsmiðjan og stendur það við Norðurgötu 17. Í niðursuðuverksmiðjunni í Lundi voru aðallega soðnar niður kjötvörur ýmis konar, rjúpur, svið og tungur voru þar í mestu magni en heldur þykir mér ólíklegt að þarna hafi verið framleiddir niðursoðnir ávextir í dós. Eins og gefur að skilja var starfstími verksmiðjunnar haustin eða sláturtíðin. Síðustu áratugina fyrir aldamót bjó þarna Jósef Jónsson ökumaður frá Borgarhóli, líkast til þar til hann reisti Lundargötu 15 árið 1898. Sonur hans var Jóhannes, kenndur við Hótel Borg, glímukappi og athafnamaður og mun hann fæddur í Lundi 5.október 1883.
Á 20.öld þjónaði húsið ýmsum hlutverkum, þar var búið og þar voru einnig verkstæði og geymslur en ástandi hússins fór hrakandi eftir því sem leið á öldina. Upprunalega hét húsið Lundur en hvenær Gamla- viðurnefnið kom á þekki ég ekki. Ég set fram þá tilgátu án nokkurrar ábyrgðar að húsið hafi fengið þessa nafnbót eftir 1924, til aðgreiningar þegar stórbýlið Lundur var reist á Brekkunni. Húsið var í hópi þeirra fyrstu sem voru friðuð skv. Þjóðminjalögum á Akureyri en það var árið 1982 en Akureyrarbær keypti húsið í kjölfarið og seldi aftur með kvöðum um endurgerð. Þá var húsið orðið verulega hrörlegt og auk þess talsvert breytt frá fyrstu gerð. Nýr eigandi, Jón Gíslason smiður reif hinn upprunalega Gamla Lund og byggði það hús sem nú stendur 1984-85 eftir nákvæmum uppmælingum á gamla húsinu. Því er það svo, að Gamli Lundur sem nú stendur er í raun yngsta húsið við Eiðsvallagötuna, að undanskildum raðhúsum, byggðum eftir 2000 sem standa neðst við götuna. Í einhverri sögugöngu um Eyrina heyrði ég það að Gamli Lundur hafi verið orðin svo illa farinn og ónýtur á allan hátt, burðarvirki jafnt sem annað, að endurgerð hefði verið óraunhæf án þess að endurnýja svo til hverja einustu spýtu. Sem var vissulega gert. Húsið er að mestu einn salur og húsið gegn um árin verið notað til samkomuhalds, listsýninga og veisla hvers konar en fyrir fáeinum festu Sjöunda dags Aðventistar kaup á húsinu og er húsið nú þeirra samkomustaður. Gamli Lundur er glæsilegt hús að sjá og til prýði í umhverfinu, sem ekki er af verri endanum því húsið stendur andspænis Eiðsvelli, þeim sælureit Oddeyringa. Þessi mynd er tekin 5.júní 2006 og rétt að taka fram, þar sem um ræðir rúmlega átta ára gamla mynd að húsið er óbreytt frá því sem er á þessari mynd þegar þetta er ritað í desember 2014.
Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. (1995). Oddeyri; húsakönnun. Akureyri: Minjasafnið á Akureyri.
Jóhannes Jósefsson, Stefán Jónsson skráði. (1964). Jóhannes á Borg, minningar glímukappans. Reykjavík: Ævisöguútgáfan.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 505
- Frá upphafi: 436860
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 327
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.