Hús dagsins: Eiðsvallagata 28

Eiðsvallagötu 28 reisti Albert Sölvason járnsmiður árið 1946.PA310004Halldór Halldórsson hannaði járnabindingu hússins upprunalegar teikningar af húsinu eru ekki gefnar upp á Landupplýsingavef Akureyrarbæjar. Húsið er steinsteypuhús, byggt á pöllum sem kallað er en önnur álman er ein hæð en hin hæð á kjallara, eða “hálfri hæð”. Gluggar eru með einföldum lóðréttum póstum og horngluggar á vesturhlið. Á húsinu er lágt risþak, sem er seinni tíma viðbót. Veggir eru með skeljasandsmúrhúð. Upprunalega hafa hús og nr. 5 og 11 við götuna verið nokkuð sviplík en þar er um ræða funkis-steinhús á pöllum sem öll voru með flötu þaki. Flöt þök eða lítið hallandi teljast almennt frekar óhentug og hvað þá við íslenskar aðstæður þar sem úrkoma er mikil og jafnfallinn snjór getur orðið harla þykkur. Metraþykkur snjór sem safnast hefur saman í mörgum ofankomum og orðið þéttur í sér getur vegið um 2-300 kg á hvern fermetra. Sé þakið 100 fermetrar, sem er minna grunnflötur flestra einbýlishúsa jafngildir það 25 tonnum af snjó- líkt og 10 stórum jeppum sé lagt á þakinu ! Ekkert þessara funkishúsa við Eiðsvallagötu eru með flötu þaki enn þann dag í dag, en númer 11 er minnst breytt af þessum húsum frá upphafi en á því er valmaþak. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu um aldamótin 2000 og því má reikna með því að það sé sem nýtt að utan sem innan. Húsið er nokkuð sérstakt á að líta, og líkt og oft er með hús byggð á pöllum þar sem gluggasetning er e.t.v. ekki eins regluleg og annars.Í húsinu er ein íbúð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband