Hús dagsins: Laxagata 2

Síðasta hús dagsins, Gránufélagsgata 7 stendur á horni þeirrar götu og Laxagötu en sú síðarnefnda er stutt þvergata sem liggur til norðurs frá Gránufélagsgötu. Laxagatan er eftir því sem ég kemst næst eina gatan á Akureyri sem heitir eftir fiskitegund en trúlega er algengast að Akureyrargötur dragi nöfn sín af höfuðbólum, staðháttum og örnefnum. Segja má að íbúar við austanverða Laxagaötuna séu með bæjarstjórnkerfið í bakgarðinum því næst neðan götunnar stendur Ráðhúsið. laughingLaxagatan byggðist að mestu á fyrri hluta 4.áratugarinsm og eru öll húsin sem nú standa við hana byggð 1932-35 að einu undanskildu sem byggt er 1940. En syðst við Laxagötuna austanverða, næst norðan við Gránufélagsgötu 7, stendur vinalegt gult bárujárnshús með rauðu þaki.

Laxagata 2

Árið 1931 fékk Jón Stefánsson leyfi til að reisa hús á þessari lóð, 6,4x14,95m, ein hæð með porti og háu risi. P8140181Fyrst um sinn vildi hann hafa húsið kjallaralaust en nefndin vildi ekki leyfa það og skyldi kjallari, a.m.k. 1,25m hár standa undir húsinu. Ári síðar reis hús Jóns af grunni. Teikningar af húsinu gerði Halldór Halldórsson byggingarfulltrúi.

Laxagata 2 er einlyft timburhús með portbyggðu risi og stendur húsið á steyptum kjallara. Miðjukvistur er á götuhlið en langur kvistur með skúrþaki á bakhlið. Í gluggum eru krosspóstar, “tvíbreiðir” eða sexskiptir á framhlið og í kvisti. Inngangar og steyptar tröppur upp að þeim eru á göflum. Allt er húsið bárujárnsklætt og hefur líkast til verið svo frá upphafi, en þegar húsið var byggt (1932) virðist járnvörn skilyrði fyrir byggingu timburhúsa. Samkvæmt uppmælingarteikningum er húsið 789 rúmmetrar að stærð.

Húsið hefur að öllum líkindum verið parhús frá upphafi og skipst í miðju. Við leit í gagnagrunni timarit.is var ekki að sjá auglýsingar frá neinum fyrirtækjum eða verslunum í Laxagötu 2 en líkt og gengur og gerist finnast ýmsar tilkynningar m.a. um stórafmæli heimilisfólks eða almennar smáauglýsingar. Einnig má sjá hvenær íbúðir eða herbergi í húsinu hafa verið til sölu eða leigu. Húsið er líkast til að stærstum hluta óbreytt frá upphafi að ytra byrði. Húsið er af nokkuð dæmigerðri timburhúsagerð og var þetta lag, hæð-hátt ris-miðjukvistur einnig ráðandi í elstu steinsteypuhúsunum. Í húsakönnun sem unnin var fyrir Akureyrarbæ var húsið sagt hafa varðveislugildi fyrir “fallega ásýnd með öðrum húsum við austanverða Laxagötuna” (Ómar Ívarsson, 2011) Nú eru fjórar íbúðir í húsinu, á hæð og í risi í hvorum hluta. Þessi mynd er tekin þ. 14.ágúst 2015.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 670 21.9.1931

Fundur nr. 671 5.10.1931

Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf

 

Tenglar í texta.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 518
  • Frá upphafi: 436913

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband