Kókómjólkurferna og plastpoki

Þessi fyrirsögn getur gefið ýmislegt til kynna- en þess má geta strax að hér er um aðra SKÁTASÖGU að ræða. Vettvangur síðustu sögu sem ég deildi hér var Fálkafell en hér berum við niður handan Eyjafjarðar í öðrum skála að nafni Valhöll. Hann  stendur í Vaðlaheiði í landi Halllands, h.u.b beint ofan gangnamunna fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. 

    Í félagsútilegu í september 2011 voru samankomnir á fjórða tug skáta í Valhöll. Einn dagskrárliðinn átti ég að hafa umsjón með eða skipuleggja en þegar til kastanna kom hafði ég að sjálfsögðu steingleymt að hugsa út í það. En skáti er ávallt viðbúinn. Á u.þ.b. fjórum sekúndum laust þessari einföldu hugmynd í kollinn á mér: Sendum flokkana í gönguferðir um umhverfið og týna hluti, mega vera hvaða hlutir sem er, og semja um þá sögu. Svo skulu þau flytja þessa sögu á kvöldvöku um kvöldið. (En fyrir þá sem ókunnir eru skátastarfi má geta að í öllum útilegum eru kvöldvökur þar sem sungið er og flutt frumsamin skemmtiatriði). Ég gerði mér fyrirfram hugmyndir um að krakkarnir myndu safna laufum, greinum, plöntum og steinum en það gerðu þau ekki eingöngu, heldur týndu þau að megninu til rusl. Það var því ófyrirséður bónus, að þau hreinsuðu örlítið til í nágrenni skálans. Því miður man ég ekki allar sögurnar sem krakkarnir bjuggu til um hlutina sem þau fundu, nema þessa einu sem var einstaklega eftirminnileg. Hún snerist um ástir kókómjólkurfernu og sundurtætts plastpoka sem hópurinn hafði fundið. Sami hópurinn hafði einnig fundið hald eða efsta hluta skafts af malarskóflu. Þannig endaði sagan á brúðkaupi kókómjólkurfernu og plastpoka og sá sem gaf þau saman var...séra Skófluskaft laughing

 

P9240322

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd er tekin í umræddri útilegu, laugardaginn 24.sept. 2011.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 326
  • Frá upphafi: 420299

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband