Hús dagsins: Laxagata 4

Haustið 1931 fékk Sigfús Grímsson leyfi til að reisa steinsteypt íbúðarhús við Laxagötu og tveimur árum síðar var honum leyft að reisa forstofu á norðurhlið. P8140180Þá voru einnig gerðar breytingar á húsinu 1938. Teikningarnar af húsinu voru eftir Tryggva Jónatanssonar en þær virðast ekki hafa varðveist; alltént eru þær ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu. Laxagata 4 er einlyft steinsteypuhús á nokkuð háum kjallara og með háu portbyggðu risi. Miðjukvistur er á framhlið en lágur kvistur með aflíðandi, hallandi þaki á bakhlið. Háaloft er yfir rishæð og þar eru smáir gluggar á göflum og á kvisti. Á norðurgafli er forstofubygging og steyptar tröppur að inngangi og ofan á henni svalir. Áföst inngönguskúr að austan er einnig viðbygging með skúrþaki Bárujárn er á þaki hússins en krosspóstar í gluggum. Á lóðinni stendur einnig einlyft bakhús með lágu risi, byggt um 1946 eftir teikningum undirritaðum af “Snorra” , þ.e. Snorra Guðmundssyni en þá byggingu reisti Baldur Helgason trésmíðameistari og rak hann þar smíðaverkstæði. Nú er þessi bygging að held nýtt sem geymsla. Framhúsið hefur að ég held alla tíða aðeins verið nýtt til íbúðar og er það einbýli. Laxagata 4 er stórglæsilegt hús með nokkuð hefðbundnu lagi. Tryggvi Jónatansson teiknaði þó nokkur hús með þessu lagi á síðari hluta þriðja áratugarins og í upphafi þess fjórða, m.a. Fjólugötu 8 sem er timburhús, mjög svipað þessu húsi í útliti. Laxagata 4 er til mikillar prýði í götumynd Laxagötu sem er nokkuð fjölbreytt þó húsin séu ekki mörg. Ein íbúð er í húsinu. Myndin af íbúðarhúsinu er tekin 14.ágúst 2015.

 

 

Hér að neðan sést bakhúsið á Laxagötu 4 en húsið byggði Baldur Helgason sem verkstæði um 1946. Myndin er tekin í fyrradag, 15.sept.2014.

P9150225

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1930-35: Fundur nr. 670, 21.sept.1931.

Fundur nr. 701, 15.júní 1933.

Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

 

Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 515
  • Frá upphafi: 436910

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband