Hús dagsins: Laxagata 8

Laxagata 8 stendur á áttræðu þegar þetta er ritað, en húsið reisti Sigurður Rósmundsson árið 1935. Teikningar gerði Stefán G. Reykjalín og eru þær dagsettar 8.febrúar 1935 og þar má sjá upprunalega herbergjaskipan hússins.

P8140175 Húsið er steinsteypt, einlyft á háum kjallara með háu risi og stórum “hornstæðum” kvisti með aflíðandi þaki á sunnanverðri framhlið. Á bakhlið er einnig kvistur með aflíðandi þaki. Láréttir þverpóstar eru í glugga utan í kjallara þar sem þeir eru lóðréttir en á þaki er bárujárn. Húsið hefur eitt einkenni funkisstefnu, þ.e. hornglugga og eru þeir á framhlið en einnig er einn slíkur á kvisti framhliðar Húsið er klætt utan með steinmulningi og ekki ósennilegt að um upprunalega klæðningu sé að ræða.

Kvistirnir eru seinni tíma viðbót við húsið en ekki eru heimildir fyrir því hvenær þeir voru byggðir, mögulega var það ekki samtímis, en að öðru leyti mun húsið að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Ég gat ekki fundið heimildir um neina verslun eða þjónustustarfsemi í Laxagötu 8 við uppslátt á timarit.is en ljóst er að þarna hafa margir átt heimili. Laxagata 8 er skemmtilegt og sérstakt hús í útliti og nýtur sín vel í götumyndinni. Sérkennilegur hornkvisturinn og horngluggarnir gefa húsinu sérstakan svip en húsið er þó ekki talið hafa sérstakt varðveislugildi umfram önnur hús við Laxagötuna. Lóðin er einnig vel gróin gróskumiklum reynitrjám sem voru einmitt í fullum skrúða þennan ágústdag, 14.8. 2015 þegar myndin var tekin.

 

Heimildir:

Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf

Tenglar í texta vísa beint á heimildir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 436911

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband