28.3.2016 | 22:26
Veturinn 2015-16 á Akureyri
Með páskamynd gærdagsins hér á þessum vettvangi, fylgdi stuttur veðurfarsannáll síðastliðinna daga. En þeir einkenndust af miklum hlýindum og sunnanáttum. En hér ætla ég, með hjálp mynda sem ég hef tekið í vetur að "taka þetta lengra" eins og sagt er. Myndir þessar kunna að gefa einhverja mynd af tíðarfarinu það sem af er vetri. Ég ætla að skrifa sem minnst, heldur láta myndirnar tala sínu máli að mestu.
Byrjum á fyrsta vetrardegi. 24.okt:
Þessi mynd sýnir aldin tré við Jaðar í Glerárþorpi. Þarna var hitinn um tvö stig og blés af norðri. Yfirleitt var nokkuð lyngt sl. haust þ.a. laufið hélst nokkuð lengi á trjám.
Sunnudaginn 8.nóvember tók ég þessa mynd á Höfðanum við Kirkjugarð Akureyrar. Horft er til suðurs, eða fram Eyjafjörð. Þetta er ekki ósvipað sumardegi, nema hvað þarna er orðið nokkuð kvöldsett enda þótt klukkan sé rétt rúmlega hálf þrjú. Þarna eru nefnilega aðeins 44 dagar fram að vetrarsólstöðum- sólargangur sá sami og í byrjum febrúar.
Á sama stað, sex dögum síðar, 14.nóvember. Gránað hefur í fjöll í millitíðinni.
6.desember hefur veturinn sest að. Töluverð úrkoma var og hvassviðri að kvöldi þess fimmta, en daginn sem myndin er tekin var e.k. stund milli stríða. Daginn eftir "brast hann á" og fylgdi m.a. rafmagnsleysi víða um land og þar með talið á Akureyri. Þessi mynd er tekin í Norðurgötu og eru það hús nr. 33 við þá götu og bakhliðar húsa nr. 1-7 við Fjólugötu sem hér sjást snævi prýdd.
Á Nýjársdag 2016, myndin tekin við Hof og horft til austurs. Nokkuð hlánaði milli jóla og nýjárs en þarna er nýleg mjöll yfir eldri snjóalögum. Einnig má sjá að ruðningar eru nokkuð skítugir- en það er merki um að þeir hafi bráðnað.
Að morgni 16.janúar, myndin tekin á leið upp í BYKO. Þarna hafði töluvert bæst við snjóinn frá Nýjársdegi. Og eins og glögglega má sjá, er einmitt verið að bæta í snjóinn þarna. Myndin er tekin á Þjóðvegi 1, þar sem heitir Hörgárbraut vestan við húsið Sjónarhól og er horft til suðurs.
Laugardaginn 6.febrúar gekk ég á skíðum um Glerárþorp og hafði meðferðis kaffi og nesti og áði í Kvenfélagsgarðinum...
Eins og sjá má var snjórinn nokkuð djúpur...
Oftar en ekki eru snjóruðningar ágætis mælikvarði á snjómagn. Svona litu þeir út á Glerárgötu á Öskudag, 10.feb.
Snjóalög héldust nokkuð jöfn næsta mánuðinn eða svo, og bætti frekar í en hitt. Kalt var og froststillur ríkjandi, en skömmu fyrir miðjan mars vék kuldinn fyrir suðlægum áttum, sólskini og hlýindum.
Þessi mynd er tekin á svipuðum slóðum og myndin hér að ofan: Mannhæðarháir ruðningarnar sem sjást á þeirri mynd eru hér nánast upp urnir, þann 20. mars.
Þegar þetta er ritað þann 28.mars er jörð aftur orðin hvít og frost í veðurkortum næstu daga. Enda er veturinn fráleitt búinn, þó vissulega sé hann langt kominn og stutt til vors.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 444838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 369
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.