Gleðilega páska

Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegra páska. Páskamyndin er tekin laust fyrir klukkan 10 í morgun á syðri sporði Glerárbrúar á Hörgárbraut. Horft er til vestur í átt til Hlíðarfjalls, sem sést ekki fyrir skýjakófi.Þarna sjást m.a. fjölbýlishús við Skarðshlíð og hús við Lönguhlíð í Glerárþorpi, í fjarska háhýsi við Tröllagil og Drekagil. Til vinstri sjást Borgir, rannsóknarhús þar sem Háskólinn á Akureyri og margar aðrar fræðastofnanir (m.a. Náttúrufræðistofnun, Fiskistofa o.fl.) hafa aðsetur.

Það er nokkuð vetrarlegt þennan páskadaginn, norðangola og dimmt yfir- þó tæpast sé hægt að tala um hret. Heldur hefur þó verið kaldara í dag en verið hefur sl. tvær vikur, en hlýindi og sunnanáttir voru ríkjandi frá miðjum mánuði til skírdags (24.mars). 

P3270355


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 36
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 614
  • Frá upphafi: 420779

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 493
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband