Hús dagsins: Bjarmastígur 7

Bjarmastíg 7 reisti Ragnheiður Benediktsdóttir húsfrú eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar

P3050335Hún fékk vorið 1938 leyfi til að reisa hús, 2 hæðir á lágum grunni með flötu þaki 8,2x7,5m að stærð. Bygginganefnd taldi hins vegar að stærra hús færi betur á þessum en veitti byggingaleyfið með ákveðnum skilyrðum, m.a. þeim að umsækjandi gengist inn á skipti á lóðarræmu við bæinn norðan lóðar og að húsið skyldi sett 4-5 m frá suðurmörkum lóðar skv. tilvísun byggingarfulltrúa. Bjarmastígur 7 er nokkuð dæmigert funkishús, tvílyft steinsteypuhús með “flötu” þaki og horngluggum. Í flestum tilvikum eru þök funkishúsa að vísu ekki flöt sem slík, heldur standa þakkantar hærra en þekja og þök aflíðandi; einhalla. Flöt þök eru almennt ekki talin heppileg við íslenskar aðstæður. Inngöngudyr eru á norðausturhorni hússins og aðrar á norðurhlið, pappi á þaki og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum.

Ragnheiður Benediktsdóttir, sú er reisti þetta hús fædd 1860 og var því orðin 78 ára þegar hún réðist í byggingu hússins. lengi vel búsett í Hafnarstræti 107, sem stóð nokkurn vegin hér beint fyrir neðan. Hún og maður hennar Júlíus Sigurðsson, útibússtjóri munu hafa reist það hús um 1897. Áttu þau dágóðan túnskika á bakvið, þar sem nú er einmitt Bjarmastígur. Ragnheiður stóð fyrir miklum búskap, hélt m.a. kýr og var með karla í vinnu og ræktaði trjágarð við hús þeirra sem skv. Steindóri (1993: 128 ) var sá eini í Hafnarstræti norðan Schiöthshúss. (nr. 23). Hafnarstræti 107 var timburhús með háu risi og miklu kvisti og var síðar flutt á Oddeyri, nánar tiltekið á Ránargötu 13 þar sem það stendur enn. Júlíus Sigurðsson lést árið 1936 og tveimur árum síðar byggði Ragnheiður Bjarmastíg 7, líkast til á miðjum fyrrum túnbletti hennar, til dánardægurs (1951). Þess má geta að Ragnheiður var systir Einars Ben, skálds og athafnamanns. Húsið er byggt sem einbýlishús og hefur alla tíð verið. Það er nokkuð dæmigert fyrir einföld og látlaust funkishús fjórða áratugs 20.aldar. Það er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð og er í mjög góðu standi. Myndin er tekin sólríkan síðvetrardag, 5.mars 2016.

Hér er horft niður Skátagilið þ. 29.9.2015. Ingimarshús, Hafnarstræti 107b fyrir miðju en neðar er Hafnarstræti 107, þar sem Ragnheiður Benediktsdóttir og Júlíus Sigurðsson byggðu um aldamótin 1900. Þar stendur nú stórhýsi sem Útvegsbankinn reisti um 1954 og hýsir nú m.a. skrifstofur Sýslumanns. Trjágarðurinn til vinstri er á lóð Bjarmastígs 10 en þar var áður tún Ragnheiður Benediktsdóttur. P9290004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1935-40. Fundur nr. 817, 30.maí 1938. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 

Steindór Steindórsson (1993). Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband