Hús dagsins: Bjarmastígur 9

Árið 1933 reistu þeir Kristján Aðalsteinsson og Gunnlaugur S. Jónsson hús það á Bjarmastíg 9 sem enn stendur. Teikningarnar gerði Sveinbjörn Jónsson í ágúst 1932.P8180228 Húsið er parhús, tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki og stendur það á lágum grunni. Krosspóstar eru í gluggum og tvær inngöngudyr á framhlið og steypt dyraskýli ofan þeirra. Er framhliðin algjörlega samhverf eða “symmetrísk”, þannig að næst miðás eru gluggar með einföldum krossi ofan dyra en tvöfaldir nær hornum á báðum hæðum. Upprunalega og raunar fyrstu hálfu öldina eða svo, var húsið með flötu en árið 1982 var valmaþak sett á húsið, eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Að öðru leyti mun húsið að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor í sínum hluta þess, nyrðri og syðri. Sú íbúðaskipan hefur haldist frá upphafi. Húsinu er vel við haldið og virðist fljótt á litið sem nýtt, þótt komið sé á níræðisaldur. Húsið stendur á nokkuð stórri hornlóð en Bjarmastígur liggur í vinkil, þannig að frá 1-10 snýr gatan Norður-Suður en á þessum stað sveigir til vesturs og upp brekkuna, á norðurbakka Skátagils. Lóðin er vel gróin, svo sem sjá má að meðfylgjandi mynd sem tekin er á hásumri. Í Húsakönnun frá 2014 er varðveislugildi hússins ekki talið verulegt umfram önnur við Bjarmastíg. Myndin er tekin þ. 18.ágúst 2015.

 

Heimildir: Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson (1996). Byggingameistari í stein og stál; Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1996. Reykjavík: Fjölvi.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinnihttp://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband