23.9.2016 | 09:54
Hús dagsins: Hrafnagilsstræti 8
Oddeyrargatan hefur nokkuð til umfjöllunar hér sl. vikur. Nú bregðum við okkur hins vegar sunnar og ofar á Brekkuna, nánar tiltekið á Hrafnagilsstræti.
Eyrarlandsveginn hef ég tekið nokkuð skilmerkilega fyrir á þessum vettvangi. Hann liggur, eins og margir vita fremst á brún Suðurbrekkunnar og er eiginlega tvískiptur landfræðilega. Nyrðri hlutinn liggur frá Kaupangsstræti upp úr Grófargili og klífur brekkubrúnina nokkuð bratt að barmi Barðsgils, þar sem hinn frægi Menntavegur liggur, og heldur gatan áfram til suðurs eftir brekkubrúninni við Lystigarðinn og Menntaskólann. Sá sem keyrir upp Eyrarlandsveginn getur annars vegar valið um, að halda áfram Eyrarlandsveginn til suðurs eða sveigt upp og til hægri í beinu framhaldi upp götuna Hrafnagilsstræti. Sú gata liggur til vesturs upp á Brekkuna, samsíða Þingvallastræti. Hún er byggð á löngum tíma, elsti og neðsti hlutinn byggður á fjórða áratug 20.aldar en efstu húsin eru byggð um og upp úr 1960.
Hrafnagilsstræti 8 reisti Snorri Sigfússon skólastjóri. Árið 1931, þann 4.maí, fékk Snorri leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni, ein hæð á kjallara og með háu risi og kvisti, byggt úr steinsteypu. Teikningarnar af húsinu gerði Halldór Halldórsson. Þær hafa varðveist og má skoða á slóðinni sem vísað er til í texta. Þar má m.a. sjá Betri stofu á hæðinni að norðaustanverðu en gegnt henni hefur Snorri haft skrifstofu. Baðherbergi var í kvisti, en oftast nær voru vatnsklósett og böð í kjöllurum húsa á þessum tíma.
Það var raunar ekki óskastaða Snorra að byggja á nákvæmlega þessum stað, því hann hafði augastað á tveimur öðrum stöðum í nágrenninu. Helst vildi hann byggja á barmi Grófargils, norðan Matthíasargötu, vestur og norður af hinum nýreista Barnaskóla. Ég átta mig ekki fullkomlega á þessari staðsetningu, en mögulega er þetta á gilbrúninni neðan við staðinn þar sem síðar Gagnfræðiskóli Akureyrar eða á svipuðum slóðum og kartöflugeymsla Akureyringa var um áratugaskeið (kartöflugeymslan stendur enn- en er nú skrifstofuhúsnæði). Hinum staðnum sem Snorri óskaði eftir var lýst sem "sunnan Matthíasargötu, norðan Bæjarstrætis á hornlóðinni". Það er líkast til á svipuðum slóðum og nú er suðurendi Gagnfræðaskólahússins. Ekki var heimilt að byggja á gilbarminum (ekki sá ég í bókunum hvers vegna- það var einfaldlega óheimilt- punktur!) og hinn staðurinn taldist lengra frá leiðslum og lögnum en svo, að forsvaranlegt væri að veita þar byggingarleyfi. Þannig að úr varð að Snorri fékk lóðina Hrafnagilsstræti 8, sem þá var sú efsta við Hrafnagilsstræti- og raunar við efstu mörk þéttbýlis á Akureyri, á horni Hrafnagilsstrætis og áðurnefnds Bæjarstrætis- sem síðar fékk nafnið Laugargata.
Hrafnagilsstræti 8 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara með háu risi og með miðjukvisti á framhlið. Forstofubygging og steyptar tröppur upp að forstofudyrum eru á austurgafli hússins og ofan á þeim svalir. Krosspóstar eru í gluggum hússins og bárujárn á þaki. Kvistur er með steyptum, stölluðum kanti sem gefur honum- og jafnframt húsinu öllu ákveðinn svip.
Húsið hefur alla tíð verið einbýlishús og virðist næsta lítið breytt frá upphafi- ef miðað er við upprunalegu teikningarnar. Það er engu að síður í mjög góðu ástandi og hefur líkast alla tíð hlotið fyrsta flokks viðhald og eflaust vel vandað til byggingu hússins í upphafi. Lóðin er einnig stór og vel gróin reyni- og birkitrjám. Nýlega var unnin Húsakönnun fyrir hinn svokallaða MA-reit og þar er Hrafnagilsstræti 8 metið með miðlungs (6.flokks) varðveislugildi sem hluti af götumynd klassískra Hrafnagilsstrætis sem og vegna byggingasögulegs gildis. Þessi mynd er tekin vorið 2016, þ.e. 8.maí.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 661. 4. maí. 1928. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. Upplýsingar um upprunasögu húsa á Akureyri, tekið saman 1945-55.
Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinnihttp://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.