31.3.2017 | 12:22
Hús dagsins: Klapparstígur 1
Árið 1929 fékk Hallgrímur Hallgrímsson síldarmatsmaður frá Hjalteyri, leigða lóð á horni Klapparstígs og Brekkugötu og leyfi til að byggja á henni að reisa þar hús; 8x8,8m að stærð auk útskota, ein hæð og port á háum kjallara. Hallgrímur hefur líkast til áformað að húsið sneri hlið að götu því Bygginganefnd sér í bókun sinni ástæðu til að árétta sérstaklega að: Meirihluti nefndar heldur sig fast við það, að á þessum stað verði húsin að snúa stafni í götu, eins og gert er ráð fyrir á Skipulagsuppdrætti. Nefndin hefur ekkert að athuga við teikningu og lýsingu og gefur byggingafulltrúa heimild til að láta hefja verkið, þótt einhver breyting verði við snúning hússins. (Bygg.nefnd. Ak. 1929: nr.632) Hallgrímur hóf því að reisa húsið, sem snýr stafni að götu og var það fullbyggt 1930. Teikningarnar gerði Halldór Halldórsson. Þar má sjá, að í húsinu eru tvö eldhús, á jarðhæð og stofuhæð og tvö baðherbergi, annars vegar á jarðhæð og hins vegar í austurkvisti á svokallaðri porthæð en svo er rishæðin kölluð á teikningunum. Það er ekki annað að sjá á teikningum, að húsið eigi að vera hið vandaðasta í hvívetna, þar eru sex svefnherbergi og stofur á báðum hæðum auk gestastofu.
Klapparstígur er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með háu portbyggðu risi. Stór miðjukvistur er á framhlið (vesturhlið) og annar smærri á bakhlið. Bogadregin forstofubygging á framhlið, beint niður undir kvisti og að henni voldugar, steyptar tröppur og svalir ofan á henni sem gengt er út á af kvistherbergi. Þá er einnig bogadregið útskot með turnþaki á suðurstafni. Miklir steyptir kantar eru á þaki og svalahandrið steypt úr því sem ég myndi kalla bogasteinum- en þeir voru ekki óalgengir í veglegri girðingar og svalahandrið á þessum árum. Gefa þeir jafnan skemmtilegan svip en ekki þekki ég uppruna þessara hleðslusteina. Mögulega hafa þeir verið framleiddir í sömu verksmiðju og r-steinn Sveinbjarnar Jónssonar. Bárujárn er á þaki hússins og krosspóstar eru í gluggum.
Hallgrímur Hallgrímsson átti allt húsið í upphafi, en í ársbyrjun 1934 auglýsir hann efri hæðina til sölu (mögulega er þar átt við rishæð eða portbyggð) og þar kemur sérstaklega fram að íbúðin sé sólrík, en þrír suðurgluggar eru á risi hússins. Dóttir Hallgríms Hrefna Kristín. Hún kvæntist árið 1934 Jóni Sigurgeirssyni, síðar skólastjóra Iðnskólans. Þau bjuggu hér allt þar til Hrefna lést árið 1951 en Jón bjó hér áfram í tugi ára eftir það. Margir hafa búið í húsinu í lengri eða skemmri tíma, líkt og gengur og gerist.
Hér að ofan var greint frá staðfastri áherslu Byggingarnefndar á því, að hús við Klapparstíg sneru stafni að götu. Ef næstu hús götunnar eru skoðuð
mætti álíta, að ekki hafi reynt á þetta ákvæði því þau hús eru frábrugðin nr. 1, ferningslaga með flötum þökum enda reist á bilinu 1933-40 þegar Funkisstefnan var að ryðja sér til rúms. Húsið er skrautleg steinsteypuklassík, og það eina sinnar tegundar við götuna en svipar nokkuð til húsa við Eyrarlandsveg 16-24 og Brekkugötu 27a. Að ytra byrði er húsið h.u.b. óbreytt frá upprunalegri gerð og hefur það líkast til hlotið fyrirtaks viðhald alla tíð- alltént er það í mjög góðu ástandi. Lóðin er einnig mjög vel frágengin og vel gróin- þó það sjáist lítt á meðfylgjandi mynd sem tekin er nærri miðjum janúar. sómir sér vel á þessum stað sem er nokkuð áberandi í bæjarmyndinni, því Klapparstígur liggur utan í hæð beint upp af Oddeyrinni og fjölförnustu götu Akureyrar (Þjóðvegi 1) og gegnt húsinu eru áhorfendabekkir Akureyrarvallar.Tvær íbúðir munu í húsinu, á jarðhæð og á hæð og risi. Myndin er tekin þann 14.janúar 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr.632, 10.júní 1929.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).
Tvö ofantalin rit eru óprentaðar og óútgefnar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.