21.4.2017 | 07:48
Hús dagsins: Hamarstígur 1
Vorið 1933 fékk Júlíus Davíðsson byggingarleyfi á lóð sinni við Hamarstíg sunnanverðan. Hann hafði þremur árum áður reist húsið Oddeyrargötu 22 í félagi við Ásgeir Kristjánsson. Fékk Júlíus leyfi til að reisa hús að stærð 7,8x6,6 m, ein hæð úr timbri, forskalað á háum kjallara. Júlíus mun þó ekki hafa flutt inn í húsið (sbr. Ak.bær, Teiknistofa Arkikekta, Gylfi Guðjónsson, 2015: 58). Hér má sjá í Degi frá ársbyrjun 1934 hvar Júlíus Davíðsson auglýsir nýtt hús á góðum stað í bænum. Líklegra er þó að Júlíus hafi leigt húsið, því í júní 1935 veitir Bygginganefnd honum leyfi til að reisa pall úr steinsteypu austan undir húsinu að Hamarstíg 1. Árið 1955 var húsið stækkað til vesturs, eftir teikningum Ásgeirs Valdimarssonar. Fékk húsið þá það lag sem það nú hefur.
Hamarstígur 1 er einlyft steinhús á háum kjallara og með valmaþaki, í tveimur álmum. Sú eystri er eldri og snýr A-V en vestari álman snýr N-S. Undir henni er innbyggð bílgeymsla. Á austurhlið er sólskýli. Inngangur er á austurhlið og stál/timburtröppur upp að þeim- og steyptar tröppur að götu. Krosspóstar eru í gluggum og á norðurgafli vesturálmu er stór gluggi stofugluggu með 9 smárúðum. Sem áður segir, mun Júlíus ekki hafa flutt inn í húsið, en í marslok 1934 auglýsir Aðalheiður Halldórsdóttir, þarna búsett, að hún saumi alls konar kvenna- og barnafatnað.
Það getur verið gaman að rýna í þessar blaðaopnur sem varðveittar rafrænt eru á timarit.is. Á þessari tilteknu blaðsíðu, þar sem svo vill til að Hamarstígur 1 kemur fyrir á einum stað má m.a. sjá auglýst slægjulönd bæjarins; hólmar og flæðar, auglýsta til leigu fyrir komandi sumar ásamt spildum í Kjarnanýrækt sem leigð eru til tveggja ára. Þær lendur hafa að öllum líkindum verið á svipuðum slóðum og nú er Kjarnaskógur. Þá má sjá auglýstan þarna saltfisk hjá Eggerti Einarssyni og Verslunin Esja og Kaupfélag Verkamanna bjóða niðursoðna ávexti, fyrrnefnda verslunin býður þrjár tegundir en Kaupfélagið fjórar. Þarna má einnig sjá útvarpsdagskrána fyrir dagana 27. -31.mars 1934 og hún er einföld: Dagskráin stendur að öllu jöfnu frá 19-21.30, erindi (m.a. flutt af Sigurði Nordal og Jóni Eyþórssyni) og upplestrar en messur á fimmtudag og föstudag, enda um að ræða Skírdag og Föstudaginn langa. Barnatími er kl. 18.45 á laugardeginum og leikþáttur kl. 20.30 sama kvöld. En nú er ég kominn töluvert út fyrir efni þessa pistils.
Árin 1934-35 eru auglýstir þarna á vegum fundir á vegum Voraldar . Ekki fylgir sögunni hvaða félagsskapur umrædd Voröld er. Hvort hér sé um að ræða Kvenfélagið Voröld veit ég ekki. Það ágæta kvenfélag var stofnað 1933 af 24 konum og kom að mörgum góðum málefnum og líknarmálum - og gerir enn undir nafninu Aldan/Voröld. Kvenfélagið Voröld starfaði hins vegar í Öngulsstaðahreppi og því e.t.v. langsótt að ætla, að Voraldarkonur hafi fundað á Brekkunni á Akureyri. (Hér eru upplýsingar frá lesendum vel þegnar, ef einhver lumar á slíkum).
Hamarstígur 1 er stórbrotið og snyrtilegt hús. Það er byggt í áföngum og greinileg skil á milli upprunalegs hús og yngri bygginga, viðbyggingar frá 1955 og sólskála frá 9.tug 20.aldar. Það er alls ekki þannig, að viðbyggingar spilli útliti, heldur falla allir húshlutar hver að öðrum og útkoman hinn glæsilegasta. Lóðin er vel gróin og ber þar helst á miklum reynitrjám bæði framan við austanmegin og vestan húss. Þá er á lóðarmörkum upprunalegur steyptur veggur með skrautlegu járnvirkisem talin er varðveisluverður skv. Húsakönnun 2015. Ein íbúð mun í húsinu. Myndirnar eru teknar þann 18.mars 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr.699, 9.maí 1933. Fundur nr.746, 7.júní 1935.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).
Tvö ofantalin rit eru óprentaðar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 436918
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 275
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.