Hús dagsins: Hamarstígur 1

Voriđ 1933 fékk Júlíus Davíđsson byggingarleyfi á lóđ sinni viđ Hamarstíg sunnanverđan. Hann hafđi ţremur árum áđur reist húsiđ Oddeyrargötu 22 í félagi viđ Ásgeir P3180519Kristjánsson. Fékk Júlíus leyfi til ađ reisa hús ađ stćrđ 7,8x6,6 m, ein hćđ úr timbri, forskalađ á háum kjallara. Júlíus mun ţó ekki hafa flutt inn í húsiđ (sbr. Ak.bćr, Teiknistofa Arkikekta, Gylfi Guđjónsson, 2015: 58). Hér má sjá í Degi frá ársbyrjun 1934 hvar Júlíus Davíđsson auglýsir “nýtt hús á góđum stađ í bćnum”. Líklegra er ţó ađ Júlíus hafi leigt húsiđ, ţví í júní 1935 veitir Bygginganefnd honum leyfi til ađ reisa pall úr steinsteypu austan undir húsinu ađ Hamarstíg 1. Áriđ 1955 var húsiđ stćkkađ til vesturs, eftir teikningum Ásgeirs Valdimarssonar. Fékk húsiđ ţá ţađ lag sem ţađ nú hefur.

Hamarstígur 1 er einlyft steinhús á háum kjallara og međ valmaţaki, í tveimur álmum. Sú eystri er eldri og snýr A-V en vestari álman snýr N-S. Undir henni er innbyggđ bílgeymsla. Á austurhliđ er sólskýli. Inngangur er á austurhliđ og stál/timburtröppur upp ađ ţeim- og steyptar tröppur ađ götu. P3180520Krosspóstar eru í gluggum og á norđurgafli vesturálmu er stór gluggi “stofugluggu” međ 9 smárúđum. Sem áđur segir, mun Júlíus ekki hafa flutt inn í húsiđ, en í marslok 1934 auglýsir Ađalheiđur Halldórsdóttir, ţarna búsett, ađ hún saumi alls konar kvenna- og barnafatnađ.

Ţađ getur veriđ gaman ađ rýna í ţessar blađaopnur sem varđveittar rafrćnt eru á timarit.is. Á ţessari tilteknu blađsíđu, ţar sem svo vill til ađ Hamarstígur 1 kemur fyrir á einum stađ má m.a. sjá auglýst slćgjulönd bćjarins; hólmar og flćđar, auglýsta til leigu fyrir komandi sumar ásamt spildum í Kjarnanýrćkt sem leigđ eru til tveggja ára. Ţćr lendur hafa ađ öllum líkindum veriđ á svipuđum slóđum og nú er Kjarnaskógur. Ţá má sjá auglýstan ţarna saltfisk hjá Eggerti Einarssyni og Verslunin Esja og Kaupfélag Verkamanna bjóđa niđursođna ávexti, fyrrnefnda verslunin býđur ţrjár tegundir en Kaupfélagiđ fjórar. Ţarna má einnig sjá útvarpsdagskrána fyrir dagana 27. -31.mars 1934 og hún er einföld: Dagskráin stendur ađ öllu jöfnu frá 19-21.30, erindi (m.a. flutt af Sigurđi Nordal og Jóni Eyţórssyni) og upplestrar en messur á fimmtudag og föstudag, enda um ađ rćđa Skírdag og Föstudaginn langa. Barnatími er kl. 18.45 á laugardeginum og leikţáttur kl. 20.30 sama kvöld. En nú er ég kominn töluvert út fyrir efni ţessa pistils.

Árin 1934-35 eru auglýstir ţarna á vegum fundir á vegum Voraldar . Ekki fylgir sögunni hvađa félagsskapur umrćdd Voröld er. Hvort hér sé um ađ rćđa Kvenfélagiđ Voröld veit ég ekki. Ţađ ágćta kvenfélag var stofnađ 1933 af 24 konum og kom ađ mörgum góđum málefnum og líknarmálum - og gerir enn undir nafninu Aldan/Voröld. Kvenfélagiđ Voröld starfađi hins vegar í Öngulsstađahreppi og ţví e.t.v. langsótt ađ ćtla, ađ Voraldarkonur hafi fundađ á Brekkunni á Akureyri. (Hér eru upplýsingar frá lesendum vel ţegnar, ef einhver lumar á slíkum).

Hamarstígur 1 er stórbrotiđ og snyrtilegt hús. Ţađ er byggt í áföngum og greinileg skil á milli upprunalegs hús og yngri bygginga, viđbyggingar frá 1955 og sólskála frá 9.tug 20.aldar. Ţađ er alls ekki ţannig, ađ viđbyggingar spilli útliti, heldur falla allir húshlutar hver ađ öđrum og útkoman hinn glćsilegasta. Lóđin er vel gróin og ber ţar helst á miklum reynitrjám bćđi framan viđ austanmegin og vestan húss. Ţá er á lóđarmörkum upprunalegur steyptur veggur međ skrautlegu járnvirkisem talin er varđveisluverđur skv. Húsakönnun 2015. Ein íbúđ mun í húsinu. Myndirnar eru teknar ţann 18.mars 2017.

 

 

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1930-35. Fundur nr.699, 9.maí 1933. Fundur nr.746, 7.júní 1935.

Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóđu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).

Tvö ofantalin rit eru óprentađar heimildir, varđveittar á Hérađskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • P1070724
 • P1010727
 • PC290774
 • PC290773
 • PB050712 - Copy

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 10
 • Sl. sólarhring: 41
 • Sl. viku: 347
 • Frá upphafi: 10

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 134
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband