25.4.2017 | 08:45
Hús dagsins: Hamarstígur 3
Hlíðargata nefnist gata sem liggur, samsíða Oddeyrargötu, til suðurs frá Hamarstíg. Á horni þeirra tveggja gatan stendur reisulegt steinsteypuhús, Hamarstígur 3.
Síðsumars 1933 fékk Ásgrímur Garibaldason úthlutað byggingarlóð við Hamarstíg, næst vestan við hús Júlíusar Davíðssonar (þ.e. Hamarstígur 1). Í bókunum Byggingarnefndar er Ásgrímur titlaður sem bifreiðareigandi- sem bendir óneitanlega til þess að bílaeign hafi ekki verið sérlega almenn á þessum árum- sem hún var sannarlega ekki. Teikningarnar að húsi Ásgríms gerði Gunnar R. Pálsson. Þann 25.október 1933 fékk Ásgrímur byggingarleyfi fyrir húsi á lóð sinni; einni hæð á kjallara með flötu járnþaki, 9,5x9m. Á upprunalegum teikningum er gert ráð fyrir tveimur íbúðum, sú í kjallara þó nokkru minni en íbúð á hæð en í kjallara eru einnig þvottahús og geymslur, ásamt kyndiklefa og kolageymslu.
Hamarstígur 3 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara með flötu þaki. Væntanlega er eilítill halli á þakinu, en kantur stendur hærra svo þakið virðist flatt. (Algjörlega flöt þök eru svosem ekkert sérlega sniðug við íslenskar aðstæður). Kantur er skreyttur steyptum ferningum sem gefa húsinu óneitanlega skemmtilegan svip og veggir eru klæddir spænskum múr. Gluggar eru með einföldum þverpóstum með margskiptu efra fagi. Húsið er nánast ferningslaga nema hvað lítil forstofuálma, jafn há húsinu er til vesturs. Þar eru inngangar, annars vegar á neðri hæð til vesturs en þar er einnig inngöngudyr á efri hæð. Þangað liggja steyptar tröppur með skemmtilegu, tröppulaga handriði. Á teikningum er gert ráð fyrir að stiginn sé á tveimur pöllum og neðri tröppur snúi mót vestri. Mögulega hefur svo verið í upphafi en hugsanlega hefur því verið breytt við byggingu. Í Húsakönnun 2015 er húsið talið undir áhrifum frá Funkisstefnu, sem var að ryðja sér til rúms á síðari hluta 4.áratugarins. Húsið er ekki ósvipað t.d. Klapparstíg 3 að gerð en þar er einnig um að ræða ferningslaga hús, klætt spænskum múr og með skrautbekk á þakbrún.
Lóðin er vel gróin, og þar ber kannski hæst grenitré mikið sunnan og vestan við húsið. Fljótt á litið sýnist mér þetta geta verið Sitkagreni, einhvern tíma skildist mér að helsta einkenni þess væru uppsveigðar greinar, brattari efst og það væri áberandi keilulaga. Tréð er líklega áratuga gamalt og setur mikinn svip á umhverfið. Það gerir húsið einnig, en það er sérlega reisulegt og í góðu standi. Svo er að sjá, ef húsið er borið saman við teikningar að það sé algjörlega óbreytt frá fyrstu gerð þ.e. ytra byrði þess. Tvær íbúðir munu í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 18.mars 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundir nr. 709, 7.sept 1933 og nr. 710, 25.okt. 1933.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).
Tvö ofantalin rit eru óprentaðar heimildir, varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 436918
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 275
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kom þetta hús við sögu í Guðmundar málinu svokallaða...?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2017 kl. 10:54
Ekki þekki ég það, en það getur svosem vel verið. Það sorglega mál teygði og teygir raunar enn anga sína víða :(
Arnór Bliki Hallmundsson, 25.4.2017 kl. 11:26
Afsakaðu...en það hús stendur á Hamarsbraut ....
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.4.2017 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.