3.5.2017 | 11:05
Hús dagsins: Hamarstígur 8
Á horni Hamarstígs og Helgamagrastrætis, númer 8 við fyrrnefnda götu stendur einlyft steinhús. Það er frábrugðið húsunum neðan við þ.e. 2-6 sem eru stór steinsteypuklassík með háu risi og miklum kvistum. Nr. 8 er hins vegar dæmigert funkishús; ferkantað með horngluggum og flötu þaki. Þessi hús eru reist sitt hvoru megin við innreið funkisstíls í Akureyrskri húsagerði, 2-6 á árunum 1930-32 en nr. 8 var fullbyggt 1936.
En árið 1935 fékk Gunnar R. Pálsson byggingarleyfi á horni Helgamagrastrætis og Hamarstígs, næst vestan við hús Jóhanns Frímann og Kristins Þorsteinssonar, þ.e. Hamarstígs 4. Húsið skyldi vera ein hæð úr steinsteypu með kjallara undir hálfu húsinu og með flötu þaki. Gunnar teiknaði húsið sjálfur, en hann teiknaði einnig Hamarstíg 3 fyrir Ásgrím Garibaldason fáeinum árum áður. Ef rýnt er í teikningar, má sjá upprunalega herbergjaskipan m.a. dagstofu til suðurs og anddyri og eldhús í norðvesturhorni. Það er beint ofan við þvottahús, kyndiklefa og kolageymslu, en auk þeirra rýma er geymsla í kjallara, sem aðeins er undir hálfu húsinu- í samræmi við leyfi Bygginganefndar. En þarna er einnig teiknaður halli á þaki, enda eru fullkomlega flöt þök ekki sérlega hentug við íslenskar aðstæður (og raunar á það við víðar í heiminum). Þar kemur fram að þakhallinn skuli ekki vera minni en 1:70.
Hamarstígur 8 er einnar steinsteypuhús á kjallara, og virðist að mestu leyti óbreytt frá fyrstu gerð m.v. teikningar. Húsið er raunar tvær álmur, norðurhluti breiðari til vesturs en stofuhluti til suðurs eilítið mjórri. Í kverkinni á milli suður- og norðurhluta eru inngöngudyr og steyptar tröppur og eru þær yfirbyggðar, þ.e. þekja hússins nær yfir þær. Horngluggar, eitt einkenna funkisstefnunar eru á nokkrum stöðum, m.a. á öllum hornum til suðurs, en í gluggum eru einfaldir lóðréttir póstar. Skorsteinn hússins er stór og voldugur og má segja að hann setji ákveðinn svip á húsið.
Gunnar Pálsson, sá er teiknaði og byggði húsið bjó ekki lengi í húsinu, en 1937 er hann fluttur til Reykjavíkur. Húsateikningar hafði hann ekki að aðalstarfi a.m.k. ekki til langs tíma en starfaði m.a. á Ríkisútvarpinu á fyrstu árum þess. Hann var mikilvirkur söngvari, og söng með Karlakórnum Geysi meðan búsettur hér, en með Karlakór Reykjavíkur eftir að hann fluttist hafði numið. Hann varð líklega þekktastur fyrir flutning sinn á laginu Sjá dagar koma. (Akureyrarbær, Teiknistofa, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2015: 20) Gunnar hafði numið söng í Bandaríkjunum og fluttist þangað síðar og bjó þar til æviloka 1996. Sama ár og Gunnar fluttist vestur, 1943, flytur í húsið Sníðastofa Dómhildar Skúladóttur og þremur árum síðar auglýsir Sigvaldi Þorsteinsson húsið til sölu. Síðan hafa margir átt húsið og búið þar, en öllum eigendum og íbúum hefur auðnast að halda húsinu vel við því það virðist í fyrirtaks hirðu. Það hefur lítið sem ekkert verið breytt eða stækkað frá upphafi, ef nokkuð. Lóðin er einnig vel hirt og gróin, líkt og gengur og gerist með flestallar lóðir á neðri Brekku og á lóðarmörkum er enn upprunaleg steypt girðing með skrautlegu járnavirki, sem er líkt og húsið í frábærri hirðu. Samkvæmt Húsakönnun 2015 er húsið í varðveisluflokki 1, og þá sem hluti funkisraðar við Helgamagrastræti. Þessi mynd er tekin þann 21.janúar 2017.
Á þessari slóð, á Soundcloud síðu Guðmundars Karls Einarssonar, má heyra flutning Gunnars Pálssonar á þessu valinkunna lagi Sigurðar Þórðarsonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, Sjá dagar koma, ásamt karlakór Reykjavíkur. Undirleikari er Fritz Weishappel. Hljóðritunin er gerð 1937 eða tveimur árum eftir að Gunnar teiknaði og byggði Hamarstíg 8.
Sjá dagar koma
Sjá, dagar koma, ár og aldir líða,
og enginn stöðvar tímans þunga nið.
Í djúpi andans duldir kraftar bíða. -
Hin dýpsta speki boðar líf og frið.
Í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk,
í hennar kirkjum helgar stjörnur loga,
og hennar líf er eilíft kraftaverk.
Davíð Stefánsson
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan,neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinnineðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur 755, 23.ágúst 1935, nr. 756 30.ágúst 1935.
Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 436918
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 275
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í dag býr í húsinu 6 manna fjölskilda og ann sér vel. Alltaf gaman að sjá umfjöllun um húsið sitt. Við þetta er helst að bæta að það er búið að breyta húsinu að innan í það minnsta þrisvar, en mis mikið. Stæðsta breytingin er að innveggjum milli stofu og elhús breytt þannig að nú er þar betur innan gegnt í stofuna úr eldhúsi en á móti var innkomu í eldhús lokað í gagninn í miðju húsi.
Kveðja frá Hamarstíg 8
Friðrik
Friðrik Bjarnason (IP-tala skráð) 11.5.2017 kl. 13:35
Sæll Friðrik.
Gaman að fá að vita þetta, kærar þakkir fyrir að deila þessum upplýsingum. Ég get vel ímyndað mér að vel fari um alla íbúa þessa húss, jafnt fyrir innan sem utan- í gróandanum þar.
Kveðja, Arnór B. Hallmundsson.
Arnór Bliki Hallmundsson, 13.5.2017 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.