4.6.2017 | 14:48
Hús dagsins: Munkaþverárstræti 3
Gleðilega Hvítasunnu, kæru lesendur og landsmenn allir. Hús dagsins þennan Hvítasunnudag stendur við Munkaþverárstræti, en sú ágæta gata er á neðri Brekkunni, og liggur til norðurs út frá Hamarstíg, neðarlega. Hún liggur raunar næst ofan við neðanverða Oddeyrargötu og Brekkugötu og nær allt norður að Hamarkotsklöppum. Það er þó tæpast hægt að segja hún liggi samsíða þessum götum þar eð þær götur skáskera brekkuna upp í mót en Munkaþverárstræti liggur í mjúkum boga norður eftir þvert á brekkuna.
Árið 1930 fékk Sigurjón Sumarliðason landpóstur frá Ásláksstöðum í Kræklingahlíð leigða lóð undir íbúðarhús við Munkaþverárstræti, vestan megin norðan hornlóðar [við Hamarstíg]. Þá fékk Sigurjón leyfi til að reisa íbúðarhús á lóðinni. 8,75x8,25 að grunnfleti, eina hæð á kjallara með háu risi. Breyta þurfti teikningum vegna kjallara að vestan, en ekki kemur fram í hverju þær breytingar skyldu felast. Húsið skyldi vera steinsteypt með tvöföldum veggjum. Því má gera ráð fyrir, að útveggir hússins séu sérlega þykkir. Teikningar að húsinu gerði Sigtryggur Jónsson.
Munkaþverárstræti 3 er reisulegt steinsteypuhús, af mjög algengri gerð þess tíma, einlyft á háum kjallara og með háu, portbyggðu risi og miðjukvisti; steinsteypuklassík. Framan á kvisti má sjá byggingarárið letrað með steyptum stöfum- en slíkt virðist ekki hafa verið óalgengt á þessum árum. Á þó nokkrum húsum má sjá ártalið 1930 á kvistum en einnig ártöl á bilinu 1926-29. Á norðurhlið er forstofubygging og steyptar tröppur upp að inngöngudyrum með skrautlegu steyptu handriði. Forstofubyggingin er með flötu þaki, mögulega hefur þar verið gert ráð fyrir svölum. Krosspóstar eru í gluggum og bárujárn á þaki. Kjallaraveggir eru með hrjúfri múrklæðningu; spænskum múr en veggir eru múrsléttaðir.
Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, hér má sjá það auglýst til sölu árið 1961 en þá er það sagt tvær íbúðarhæðir og kjallari og seljist í einu eða tvennu lagi. Þarna bjó sem áður segir Sigurjón Sumarliðason ásamt konu sinni Guðrúnu Jóhannsdóttur, en hann gerðist Vesturfari seint á 19.öld- en sneri til baka fimm árum síðar. Hann mun hafa verið þekktur og annálaður fyrir svaðilfarir og hetjudáðir í póstferðum sínum. Enda má nærri geta hvernig ferðir milli landshluta hafa verið þegar Sigurjón fór sínar póstferðir: Fæstar ár voru brúaðar, farskjótinn hross og veðráttan og færðin sú sama og gerist í dag. Þarna bjó einnig á fjórða áratug 20.aldar Páll Halldórsson, skrifstofumaður, sem meðal annars starfaði sem erindreki Fiskifélags Íslands. Í upphafi hafa íbúðirnar líklega verið á hæð og í risi. Nú eru tvær íbúðir í húsinu, ein í kjallara og önnur á hæð og í risi. Húsið er í góðri hirðu og lítur vel út og sömu sögu er að segja af lóðinni. Sunnan og vestan hússins stendur snoturt og grenitré. Húsið er hluti af skemmtilegri röð steinsteypuklassískra húsa nr. 3-13 og fellur undir varðveisluflokk 1 í Húsakönnun 2015, sem hluti þeirrar raðar. Myndin er tekin að kvöldi Uppstigningadags, 25.maí 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 644, 17.mars 1930. Fundur nr. 645, 31.mars 1930.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55). Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 28
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 441478
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 160
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.