16.7.2017 | 13:11
Innbær. Húsin og fólkið. Bók sem ég mæli með.
Ég hef ekki lagt fyrir mig bókagagnrýni á opinberum vettvangi hingað til, enda tel ég mig ekki hafa slíkt vit á þeim málaflokki að mér sé stætt á því. En nýlega kom út bók sem ég tel mér ljúft og skylt að segja frá hér. Hér er um að ræða bókina Innbær. Húsin og fólkið eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur.
Í bókinni fer höfundur hús úr húsi í Innbænum (nánar tiltekið í Aðalstræti, Hafnarstræti - norður að nr.21, Lækjargötu, Spítalavegi, Tónatröð Duggufjöru og Búðarfjöru) og tekur íbúa tali. Ekki er um að ræða skipulögð eða formföst viðtöl heldur segja Innbæingarnir einfaldlega frá sér og húsunum - eða bara einhverju allt öðru eftir sínu höfði. Viðmælendur ráða þannig ferðinni að mestu en yfirleitt eru frásagnirnar tengdar reynslu íbúanna af húsunum og Innbænum. Hvert hús fær eina opnu í bókinni og þar má sjá húsið að utan sem innan og auðvitað viðmælendur sjálfa. Hér er alls ekki um að ræða bók um sögu húsanna eða Innbæjarins heldur er þetta miklu frekar eins konar mynd af Innbænum og Innbæingum árið 2016. Það er í raun misjafnt eftir viðmælendunum hvort þeir tala um sögu húsanna, eigin endurminningar eða eigin upplifun af húsunum- eða eitthvað allt annað. Þá eru söfnin í Innbænum, sem og Gróðrarstöðin gamla og Skautahöllin einnig heimsótt.
Skemmst er frá því að segja að ég er algjörlega heillaður af þessari bók. Ég hef lesið hana frá orði til orðs en einnig flett upp í henni og skoðað myndirnar- þetta er ekki bók sem maður "er búinn að lesa" því það er alltaf gaman að glugga í hana.Textinn er yfirleitt stuttur og hnitmiðaður og mjög þægilegur aflestrar og í senn skemmtilegur og fróðlegur. Hann leiftrar af bæði frásagnargleði og kímni; Innbæingar virðast almennt hverjir öðrum skemmtilegri og stórkostlegir sögumenn. Þessum skemmtilegu frásögnum pakkar höfundur síðan listilega inn í stórbrotnar myndskreytingar. Ljósmyndirnar í bókinni eru síðan sér kapítuli út af fyrir sig. Kristín hefur greinilega einstaklega gott auga fyrir skemmtilegum sjónarhornum, og margar myndirnar sýna húsin og garðana í Innbænum í algjörlega nýju ljósi. Hver mynd segir svo sannarlega meira en 1000 orð þarna.
Sem áður segir, er ekki um að ræða bók um sögu húsanna. Það er hins vegar ljóst að bókin verður, eftir því sem fram líða stundir, stórmerk heimild um Innbæinn og íbúa hans árið 2016. Ég hef stundum velt því fyrir mér við lestur bókarinnar, hversu ómetanlegt það væri í þessu grúski mínu á þessari síðu, ef til væri sambærileg bók frá t.d. 1960 eða 1980. Það er líka gaman að fá þessa nálgun á þetta málefni; þ.e. fólkið sem "ER" þ.e. býr í húsinu núna og hvað það hefur fram að færa. Þetta er, að ég held, eina bók sinnar tegundar hér á landi. Flestar bækur sambærilegs efni fjalla yfirleitt um sögu húsanna og fólkið sem "VAR" (sem er að sjálfsögðu einnig áhugavert). Oft hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um sögu húsa, býla og íbúa þeirra, mætti t.d. nefna Húsakönnunarbækur, "Byggða- og bú" bækur o.þ.h. en þessi bók er af allt öðrum toga; samtalsbók við íbúa húsa ákveðins hverfis. Í þessu tilfelli eins elsta og mest rótgróna hverfis á Akureyri. Mér hefur svosem ekki tekist að finna stórfellda vankanta á bókinni, en auðvitað er ekkert mannanna verk algjörlega gallalaust. En "Innbær. Húsin og fólkið." er í stuttu máli sagt mjög áhugaverð og frábær bók í alla staði; stórkostleg samsetning dýrðlegra ljósmynda og skemmtilegra frásagna Innbæinga. Mæli ég svo sannarlega með henni. SJÓN ER SÖGU RíKARI
PS. Höfundi, Kristínu Aðalsteinsdóttur færi ég mínar bestu þakkir fyrir leyfi til ljósmyndunar á bókinni og birtingu hér. Einnig góð boð í útgáfuhóf og opin hús í bóksöluna og að sjálfsögðu fyrir þetta stórkostlega framtak sem ritun bókarinnar er.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 444838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 369
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.