18.7.2017 | 13:55
Hús dagsins: Munkaþverárstræti 4
Björn Sigmundsson frá Ytra-Hóli fékk síðsumars 1933 lóð og byggingarleyfi við Munkaþverárstræti, aðra lóðina sunnan við Adam Magnússon [þ.e. Munkaþverárstræti 8]. Björn var deildarstjóri hjá KEA um áratugaskeið og mikilvirkur áhugaleikari. (Þess má einnig geta, að hann var afabróðir þess sem þetta ritar). Hann fékk leyfi til að reisa steinsteypt íbúðarhús, einlyft með kjallara og flötu þaki, 9,40x8,40m að stærð. Hann fékk að reisa húsið samkvæmt framlagðri teikningu og lýsingu en þó með því skilyrði að veggir yrðu jafn háir og farið væri að fyrirmælum byggingarfulltrúa að öllu. Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson.
Svona lýsti Björn byggingu hússins í þriðja bindi bókaflokksins Aldnir hafa orðið. [...] Hóf ég nú vinnu við húsgröftinn, og var svo heppinn, að stutt var á fasta klöpp, lítið meira en skóflustunga, svo að gröfturinn var auðveldur. Bjó ég mér svo til tunnu til að hræra steypuna í og steypti í rásir. Var þetta gert að hausti. Þá lánaði Vilhjálmur [Þór, kaupfélagsstjóri] mér Aðalstein Jónatansson smið til að lá upp fyrir kjallaranum. Þegar því var lokið, kom stór hópur af duglegum mönnum, starfsfélögum mínum, og um kvöldið var búið að steypa kjallarann. En þá var fé að þrotum hjá Birni og leitaði hann til Vilhjálms, sem reyndist mikil stoð og stytta í húsbyggingunni, og ráðlagði hann honum að láta steypa efri hæðina í ákvæðisvinnu. Tók Árni Stefánsson að sér verkið fyrir 500 krónur og smíðaði glugga fyrir 125 en Björn lagði til allt efni og glerjaði glugga í kjallaranum. Getur Björn þess, að mánaðarkaup hans hafi verið 250 krónur. Grípum aftur niður í frásögn hans: Við konan unnum við það að einangra húsið og innrétta það. Vann ég öll kvöld og um allar helgar. Vorið 1934 fluttum við svo í nýja húsið. Gamlir sveitungar mínir gerðu grín að húsinu og kölluðu það glerhöll, því gluggarnir þóttu stórir, og voru það eftir því sem þá gerðist. (Erlingur Davíðsson 1974: 214). Það má e.t.v. segja að Björn hafi að vissu leyti verið á undan sinni samtíð hvað þetta varðar því fáeinum áratugum síðar fóru að sjást víðir og breiðir gluggar, sérstaklega í stofum. Að ekki sé minnst á sumar glæsivillur nútímans, þar sem heilu veggirnir á kannski 400 fermetra húsum eru einn tröllaukinn gluggi.
Munkaþverárstræti 4 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með flötu eða aflíðandi, einhalla þaki og steyptum þakkanti. Veggir eru með svokölluðum spænskum múr og þakdúkur á þaki en skiptir skiptir krosspóstar í gluggum, sem eru nokkurn veginn ferningslaga. Húsið flokkast undir einfalda steinsteypuklassík, eða nýklassík skv. Húsakönnun 2015. Forstofubygging er á norðurhlið og steyptar tröppur að inngangi. Þá eru voldugar timbursvalir á suðurhlið og sólpallur við kjallara.
Alla tíð hefur húsið verið íbúðarhús. Húsið er teiknað sem einbýlishús með eldhúsi, herbergjum og stofum á hæð og þvottahúsi og geymslum í kjallara. Þó voru um árabil tvær íbúðir í húsinu, hvor á sinni hæð. Árið 1938 býr í húsinu Aðalsteinn smiður, en þó ekki sá sem Björn fékk lánaðan við byggingu hússins því þessi var Þórarinsson og vann fyrir Samvinnubyggingarfélag Eyjafjarðar, svo sem fram kemur í tilkynningunni. Björn Sigmundsson bjó í húsinu til æviloka, eða í rúm 40 ár, en hann lést 18.janúar 1975. og lengi vel bjó systir hans, Elínrós einnig í húsinu en hún bjó hér allt til ársins 1989 er hún fluttist á Dvalarheimilið Hlíð. Nú mun húsið vera einbýlishús.
Munkaþverárstræti 4 er einfalt og látlaust hús en engu að síður stórglæsilegt og sómir sér vel í götumyndinni. Gluggarnir, sem áður þóttu svo stórir og veglegir að Eyfirðingar kölluðu húsið Glerhöllina, gefa því ákveðinn svip og einkenni. Það er í stórum dráttum óbreytt frá upphafi og fellur undir varðveisluflokk 1 í Húsakönnun 2015 og sagt mynda skemmtilega samstæðu ásamt húsi nr. 6. Lóð hússins er einnig vel gróin og vel hirt þar má sjá nokkur stæðileg tré. Myndin er tekin þann 25.maí 2017.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Björn Sigmundsson. 1974. Frásögn í Erlingur Davíðsson: Aldnir hafa orðið. III bindi. Akureyri: Skjaldborg.
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 706, 26.ágúst 1933.
Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55). Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Tvær ofantaldar heimildir eru óprentaðar og óútgefnar; varðveittar á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 95
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 444932
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 427
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.