14.11.2017 | 08:40
Hús dagsins: Bjarmastígur 5
Bjarmastíg 5 reistu þeir Hólmsteinn Egilsson og Egill Tómasson árið 1956. Þeir fengu vorið 1955 leyfi til að reisa hús á Bjarmastíg nr. 5 skv. meðfylgjandi teikningu en hana gerðu þeir Gísli Halldórsson og Ólafur Júlíusson. Hólmsteinn og Egill sóttu einnig um að fá spildu norðan við lóðina sem þeir og fengu, en lóðin liggur að Oddeyrargötu 13 norðanmegin. En Bjarmastígur 5 er tvílyft steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki og stendur það á háum kjallara. Húsið stendur í brekku, líkt og öll húsin á Bjarmastíg og eru steyptar tröppur frá götu upp að húsi, bæði að norðurhlið og framhlið, sem snýr mót austri, og þar eru aðaldyr. Ofan þeirra eru svalir. Innbyggður bílskúr er í kjallara hússins. Á þaki er bárujárn en einfaldir póstar í gluggum. Frá upphafi voru tvær íbúðir í húsinu og líkast til hafa þeir Hólmsteinn og Egill búið hvor á sinni hæð ásamt fjölskyldum. Húsið mun alla tíð hafa verið íbúðarhús en árið 1989 var ætlunin að opna þarna Farfuglaheimili, er Bandalag Íslenskra Farfugla festi kaup á húsinu. Því var hinsvegar harðlega mótmælt af nágrönnum, svo ekkert varð úr þeim áformum. Bjarmastígur 5 er þó nokkuð yngra (15-25 árum) en næstu hús við vestanverðan Bjarmastíg. Svo vill til, að við götuna standa hús frá fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda áratug 20.aldar og er húsið annað tveggja Bjarmastígshúsa frá 6.áratugnum. Húsið er traustlegt og reisulegt og í mjög góðu standi og mun nánast óbreytt frá upprunalegri gerð. Grjóthleðslumunstur á lóðarkanti og á hluta kjallara gefur hús og lóð sjarmerandi svip. Á lóðinni standa einnig þrjú há og gróskumikil grenitré sem vissulega setja líka svip á umhverfi sitt. Hæsta tréð er fremst á lóð, og mundi sá sem þetta ritar áætla, að það tré sé nær 20m en 15 á hæð. Myndirnar eru teknar þann 11.nóv. 2017.
Heimildir Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr.1218, 27.maí 1955. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 43
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 514
- Frá upphafi: 436869
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 332
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór, það er gaman að skoða allar fínu myndirnar þínar. Ég var í vor að skoða mynd af túni sem þú sagðir að hefði verið heilmikið notað fyrir boltaleiki o.fl. Er þetta ekki túnið milli Hamarsstígs og Bjarkarstígs? Ég fann myndina ekki aftur núna. Geturðu vísað mér á hana eða birt hana aftur?
Og hvernig er réttur ritháttur á nafninu: BJARKA- eða BJARKARstígur. Ég hef séð báðar útgáfur á kortum.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2017 kl. 12:40
Sæll Arnór, það er gaman að skoða allar fínu myndirnar þínar. Ég var í vor að skoða mynd af túni sem þú sagðir að hefði verið heilmikið notað fyrir boltaleiki o.fl. Er þetta ekki túnið milli Hamarsstígs og Bjarkarstígs? Ég fann myndina ekki aftur núna. Geturðu vísað mér á hana eða birt hana aftur?
Og hvernig er réttur ritháttur á nafninu: BJARKA- eða BJARKARstígur. Ég hef séð báðar útgáfur á kortum.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2017 kl. 15:11
Sæl og blessuð Ingibjörg.
Þakka innlit og fyrirspurn. Það er rétt, það er túnið á milli Hamarstígs og Bjarkarstígs. Sælureitur mikill. Ég var að velta því fyrir mér hvað það heitir, eða hvort það heiti eitthvað, sjálfsagt hefur þetta gengið undir einhverju nafni í daglegu tali fólks í næsta nágrenni. Þarna voru um tíma leigðir út kartöflugarðar á vegum bæjarins (heimildir í bókunum Bygginganefndar frá 1935). Ég fjallaði lítillega um þetta tún í pistlinum um Munkaþverárstræti 7: http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2197653/ (ath. næ ekki að útbúa tengil í ummælakerfi :( þarf að afrits slóð upp í veffangsstiku).
Einnig hér http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2192171/ í pistlinum um Hamarstíg 6.
Ég myndi telja BJARKARstíg réttan rithátt. Sá ritháttur er a.m.k. notaður í Húsakönnun 2015 (https://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf ) og einnig í bókinni Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs eftir Steindór Steindórsson.
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 17.11.2017 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.