1.12.2017 | 12:25
Hús dagsins: Möðruvallastræti 1a (áður Eyrarlandsvegur 14b)
Af Bjarmastígnum, þar sem ég hef verið staddur sl. vikur í húsaumfjölluninni færi ég mig suður yfir Gilið að látlausu og geðþekku timburhúsi skammt sunnan Rósenborgar, áður Barnaskóla Íslands...
Eyrarlandsvegur liggur til suðurs og upp á Brekkubrún frá Gilinu eða Grófargili og telst Akureyrarkirkja standa við Eyrarlandsveg. Næsta gata ofan og vestan við heitir Möðruvallastræti, og liggur hún, líkt og Eyrarlandsvegur, í N-S milli gatnanna Hrafnagilsstrætis í suðri og Skólastígs í norðri. Nyrst við götuna, á milli Möðruvallastrætis 1 og Eyrarlandsvegar 14 stendur lítið og snoturt timburhús. Það taldist lengst af standa við Eyrarlandsveg en er nú Möðruvallastræti 1a. Það er því lang elsta húsið við götuna, því Möðruvallastræti er að mestu byggt á bilinu 1940-50, en húsið er byggt 1919.
Fyrsta verk Byggingarnefndar Akureyrar á árinu 1919 var að veita Sigurði Kristinssyni bókbindara leyfi til að reisa hús, 5,6x3,5m að stærð á túni Pálma Jónssonar fyrir ofan Æsustaði. Byggingin var [...] leyfð með því skilyrði, að skúrbyggingin yrði tekin burtu hvenær sem bygginganefnd eða krefst þess (Bygg.nefnd AK. 1919: 453) En Æsustaðir þessir eru húsið Eyrarlandsvegur 8. En árið 1919 voru aðeins fáein hús á þessu svæði, og svæðið þaðan sem Akureyrarkirkja er nú og upp að Menntaskólanum var að mestu óbyggt. Æsustöðum fylgdi tún sem metið var á 2300kr í Fasteignamati 1918 og sagt geta fóðrað 30 kindur. Bygging Sigurðar hefur verið risin um vorið sama ár fékk Kristján Helgason leigða lóð, 130 fermetra stóra og leyft þangað húsið sem Sigurður hafði byggt. Ekki er ljóst hvar nákvæmlega húsið hefur staðið upprunalega en líklega hefur það verið eilítið norðar og ofar. En lóðin var afmörkuð sem hér segir: 13 m út og suður og 10m austur og vestur að horninu þar sem mætast girðingar Pálma Jónssonar [Eyrarlandsvegur 8; Æsustaðir] og Sigurðar Hlíðar [ Eyrarlandsvegur 26]. Árleg leiga á lóð var 12 kr en stöðuleyfi fyrir húsinu var aðeins til bráðabirgða og skyldi Kristján flytja húsið burtu með litlum fyrirvara, krefðist bærinn þess.
Ári síðar, eða 5.júní 1920 fær Kristján lóðina stækkaði og urðu lóðarmörkin eftirfarandi: Meðfram Eyrarlandsvegi 35, norðurbrún 35m, meðfram Möðruvallastræti 20 og suðurbrún 23m. Lóðin sögð 580 fermetrar og telst þarna standa við Möðruvallastræti. Það hefur líkast til gerst síðar, að húsið teldist Eyrarlandsvegur 14b, því húsið Eyrarlandsvegur 14 var ekki reist fyrr en 1928. Sem áður segir var húsið aðeins 5,6x3,5 í upphafi, líklega aðeins helmingur af núverandi breidd og með einhalla þaki. En í ágúst 1928 fær Kristján að stækka húsið, og fékk þá væntanlega það lag sem það nú hefur. Á teikningum sem áritaðar eru Gunnar Guðl. (líklega um að ræða Gunnar Guðlaugsson, trésmið og skátaleiðtoga) má sjá, að upprunalega hefur húsið verið með einhalla þaki en önnur samskonar álma byggð á breiddina, þ.a. húsið fékk lágt ris. En Möðruvallastræti 1a er einfalt og látlaust einlyft timburhús með lágu risi og á háum kjallara. Húsið er allt bárujárnsklætt og með einföldum þverpóstum í gluggum. Húsið virðist í mjög góðri hirðu og er til prýði í umhverfi sínu. Það lætur lítið yfir sér og er alls ekki áberandi, skemmtilega staðsett á milli tveggja stærri húsa við Eyralandsvegi og Möðruvallastræti. Húsið hefur mest alla tíð verið íbúðarhús, en fyrir um tuttugu árum síðar var hreingernaþjónustan Fjölhreinsun auglýst þarna til húsa. Myndin er tekin þann 11.nóvember 2017 og er horft til suðausturs frá Skólastíg, og bakhliðar húsa við Eyrarlandsveg sjást í baksýn.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1902-21. Fundir nr. 453, 6.jan 1919, nr. 456, 5.maí 1919, nr. 477, 5.júní 1920.
Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 8.ágúst 1928.
Fasteignamat 1918.
Öll ofantalin rit varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 440779
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.