Hús dagsins: Fjólugata 15

Vestasta húsið við Fjólugötu sunnanmegin er Fjólugata 15, P1070729en það er eitt þriggja húsa sem reist voru á lóðum Byggingafélags Akureyrar árin 1937-38. Lóðirnar voru framleigðar til félagsmanna og hlutu tvær fjölskyldur hvert hús.( Í Manntali 1940 eru auk tveggja fjölskyldna í hverju þessara húsa 1-2 leigjendur) og lóð nr. 15 fengu þeir Guðmundur Baldvinsson og Jón Þórarinsson og reistu þar húsið sem enn stendur. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús með einni íbúð á hvorri hæð og geymslum í kjallara. Ekki er að finna heimildir um verslun eða þjónustustarfsemi í húsinu ef heimilisfanginu er flett upp á timarit.is. Fjólugata 15 er, líkt og gús nr.11 og 13, tvílyft steinsteypuhús með lágu risi og á lágum kjallara. Svalir eru yfir vesturhluta neðri hæðar og glerskáli; sólstofa á suðurhelmingi þeirra. Einfaldir póstar eru í gluggum og bárujárn á þaki. Á suðvesturhorni neðri hæðar er horngluggi í anda Funkis-stefnu en að öðru leyti er ekki að sjá að slíkra áhrifa gæti á húsinu. Tvær inngöngudyr eru á framhlið, hvor að sinni hæð. Húsið er í mjög góðu standi og lítur mjög vel út. Árið 2006 var húsið einangrað og klætt með Steni-plötum og skipt um þakklæðningu og því er húsið að mörgu leyti sem nýtt. Lóðin er vel hirt og gróin og römmuð inn af steyptum kanti með járnavirki. Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin þann 7.jan 2018.

Sem áður segir, er húsið vestast af þremur sams konar húsum, líklega eftir teikningu Halldórs Halldórssonar (?). Húsin eru í góðu standi og líta vel út, en hafa hvert um sig tekið misjafnlega miklum breytingum á þessum 80 árum sem þau hafa staðið. Ég veit ekki til þess, að nein húsakönnun hafi verið unnin fyrir Fjólugötuna, þannig að ekki liggur fyrir hvort þessi hús hafi varðveislugildi. Yrði ég spurður álits, segði ég hiklaust að þessi þrenning, Fjólugata 11-15, hlyti ótvírætt varðveislugildi sem heild. (En ég hef svo sem hvorki þekki þekkingu né kunnáttu til að dæma um slíkt, aðeins áhuga wink

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundagerðir 1935-41. Fundur nr. 804, 4.sept. 1937. Fundur nr. 808, 8.nóv 1938.

Manntal 1940.

Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 440797

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband