Hús dagsins: Munkaþverárstræti 18

Það var sannarlega kominn tími á nýjan Húsapistil, sýnist sá síðasti hafa birst 19.mars. En ég á nóg af húsamyndum á "lager" og nóg að skrifa. Þann 18.febrúar sl. ljósmyndaði ég allan norðurhluta Munkaþverárstrætis og hér er eitt þeirra húsa: P2180719

Munkaþverárstræti er norðan megin á horni Krabbastígs og Munkaþverárstrætis. En árið 1937 fékk Þorvaldur Jónsson leyfi til að reisa hús, eina hæð á kjallara með valmaþaki að stærð 11,20x8m á leigulóð sinni við Munkaþverárstræti 18. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson. Munkaþverárstræti 18 er einlyft steinhús í funkisstíl, á háum kjallara með valmaþaki og forstofubyggingu á norðurhlið, og svölum til suðurs. Þakdúkur er á þaki en krosspóstar með breiðum miðfögum í gluggum.

Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús líklega tvíbýlt frá upphafi en alla vega eru nú tvær íbúðir, hvor á sinni hæð. Ekki er að sjá heimildir um stórfelldan verslunarrekstur eða aðra starfsemi í húsinu, sé heimilisfanginu flett upp á timarit.is. Munkaþverárstræti er syðst langrar funkishúsaraðar við Munkaþverárstrætið en við mót götunnar og Krabbastígs/Bjarkarstígs verða nokkurs konar vatnaskil í götumyndinni, þar sem funkis tekur við af steinsteypuklassík. Nyrðri hluti götunnar er að mestu byggður örlítið síðar, eða eftir 1935-37, en gatan sunnan Krabbastígs að mestu byggð 1930-34. Munkaþverárstræti 18 er snyrtilegt og vel hirt hús og virðist í góðu standi og sömu sögu er að segja af lóðinni. Húsið er að mestu óbreytt frá upphafi en 1967 voru svalir byggðar á húsið eftir teikningum Jóns Geirs Ágústssonar,en hann teiknaði einnig bílskúr sem byggður var á lóðinni 1970. Myndin er tekin þann 18.febrúar 2018.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 801, 9.júlí 1937.

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 440781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 202
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband