29.9.2018 | 12:57
Svipmyndir héðan og þaðan frá Akureyri og nágrenni
Oft fer ég út að viðra mig, og oftar en ekki er myndavélin með í för. Hér eru nokkur skemmtileg sjónarhorn frá síðustu mánuðum og misserum.
Samkomubrú nefnist ný göngubrú á stígnum sem liggur meðfram Drottningarbraut. Um er að ræða kærkomna og skemmtilega viðbót við þennan ágæta stíg, þó sitt sýnist hverjum um þessa framkvæmd og nauðsyn hennar. Brúin var vígð við hátíðlega athöfn þ. 23. ágúst sl. og tilkynnt um nafnið um leið- en auglýst var eftir tillögum um nafn. Myndirnar eru teknar annars vegar 21. maí og 19. ágúst hins vegar. Á seinni myndinni sést Samkomuhúsið í baksýn, en nafn brúarinnar vísar væntanlega til þess.
Á dögunum var lokið við malbikun göngu- og hjólreiðastígs, sem liggur í beinu framhaldi af umræddum stíg meðfram Drottningarbraut og alveg suður að Hrafnagil, um 13 km frá Miðbænum. Um er að ræða mikla samgöngubót fyrir gangandi og hlaupandi og kannski sérstaklega hjólandi. Að ekki sé minnst á akandi, en það er ekkert sérlega þægilegt fyrir ökumenn að þurfa að sveigja og hægja á sér vegna umferðar gangandi og hjólandi. Þessi mynd er tekin skammt frá Hvammi, sem er ysta býlið í Eyjafjarðarsveit vestan ár, um kílómetra frá sveitarfélagamörkunum við Akureyri. Skiltið mætti e.t.v. flokka sem samgönguminjar en stígurinn liggur að hluta til á gamla veginum fram í fjörð, þjóðvegi 821. Fyrir miðri mynd er Staðarbyggðarfjall.
Hér er myndatökumaður staddur um 2km sunnar, eða framar, og horfir annars vegar til norðurs að Ytra Gili og hins vegar til fjalls, að Syðra Gili, sem hefur verið í eyði í áratugi. Eins og sjá má, er stígurinn ómalbikaður enda myndin tekin þann 27. júní, en malbikun fór fram um miðjan sept.
Ekki þarf endilega mikla hæð yfir sjó til að skapa góða og skemmtilega útsýnisstaði. Á höfðanum norðan Kirkjugarðs Akureyrar, á suðurbakka Búðargils er skemmtilegt sjónarhorn til norðurs yfir Oddeyrina og út Svalabarðsströndina handan fjarðar og Kaldbakur við sjóndeildarhring. Vinsælt er að staldra þarna við og virða fyrir sér útsýnið og sjálfsagt er þetta sjónarhorn oft ljósmyndað, enda flestallir með myndavél við höndina í símum sínum. Þessi mynd er tekin á sunnudagshjóltúr 9. sept. sl.
Höfðinn er vinsæll útsýnisstaður, en líklega eru þeir eilítið færri sem leggja leið sína á Háuklöpp norðan Gerðahverfis ofarlega á Brekkunni. Þaðan er býsna skemmtilegt útsýni til allra átta svo sem þessar myndir bera með sér. Sl. sunnudag, 23.sept. ákvað ég nefnilega að leggja smáræðis lykkju á hjóltúrinn frameftir, út í Þorp og þaðan á Brekkuna. Á efri mynd er horft til vesturs, gjörvallt Hlíðarfjallið blasir við ásamt syðstu og efstu byggðum Giljahverfis. Á neðri mynd er horft til norðurs út yfir Glerárþorp, í forgrunni eru Borgir, rannsóknarhús Háskólans á Akureyri og fjölnotaíþróttahúsið Boginn við Þórssvæðið hittir sjálfsagt nákvæmlega á miðpunkt myndarinnar. Oftast nær nota ég aðdrátt við landslagsmyndatökur en ekki í þetta skipti. Þá notaði ég stillingu á myndavélinni (Olympus VG-170, 14Mpixl.) sem kallast Magic 1. Ég er ekki frá því, að hún fari nærri þeim litbrigðum sem mannsaugun (a.m.k. augu þess sem þetta ritar) greina heldur en hefðbundna stillingin.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 20
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 437
- Frá upphafi: 440794
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf fallegt á Akureyri, enda bjó undirritaður þar lengi.
Þorsteinn Briem, 29.9.2018 kl. 17:26
Þetta get ég svo sannarlega tekið undir
Arnór Bliki Hallmundsson, 30.9.2018 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.