20.12.2018 | 12:10
Hús dagsins: Hríseyjargata 20
Ég birti pistil um hús nr. 19 þann 19. ætli það sé þá ekki einboðið að birta pistil um nr. 20 þann 20.
Skapti Áskelsson skipasmíðameistari, löngum kenndur við Slippinn, fékk árið 1941 lóð við Hríseyjargötu þriðju lóð norðan við hús Bjarna Þorbergssonar. [Þar er átt við hús nr. 14, sem þá var eitt húsa risið austanmegin við Hríseyjargötu, norðan Eiðsvallagötu] Þá fékk hann að byggja á lóðinni hús á einni hæð úr steinsteypu og með timburþaki, 8,80x8,20m að grunnfleti. Tók byggingarnefnd fram, að óvíst væri hvort hægt yrði að leggja vatn að lóðinni fyrst um sinn. Tveimur árum síðar fékk Skapti að reisa viðbót við hús sitt, steinsteypta byggingu með timburþaki, 5,0x3,0m að stærð.
Hríseyjargata 20 er einlyft steinsteypuhús með nokkuð háu valmaþaki. Á þaki er stallað bárujárn, sem síðuhafa þykir ævinlega freistandi að kalla skífustál vegna þess hve áferðin minnir á steinskífuklæðningu og veggir eru einangraðir með frauðplasti og múrhúðaðir. Lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í gluggum. Á lóðinni er einnig bílskúr norðaustanmegin á lóð og byggt var við húsið til norðurs, eftir teikningum Haraldar Árnasonar, teiknistofu HSÁ. Skapti Áskelsson, sem fæddur var á Austari-Krókum í Fnjóskadal árið 1908, má með sanni segja, að hafi verið einn af máttarstólpum akureyrsk atvinnulífs á 20. öld. Hann, ásamt fleirum, tók árið 1946 nýbyggða dráttarbraut bæjarins á leigu og 22. nóvember 1952 var haldinn stofnfundur Slippstöðvarinnar, sem var lengi vel ein helsta skipasmíðastöð landsins og einn af helstu atvinnurekendum bæjarins. Síðar stofnaði Skapti, ásamt Hallgrími syni sínum byggingavöruverslunina Skapta hf. Og starfaði sú verlsun fram yfir 1990. Bragi Sigurjónsson ritaði ævisögu Skapta Áskelssonar árið 1985 og hét sú bók einfaldlega Skapti í Slippnum. Í minningargrein um Skapta, sem lést árið 1993 segir Bragi Um fjölda ára stigu fáir mikilúðlegri né eftirtektarverðari menn um götur Akureyrarkaupstaðar en Skapti Áskelsson, Skapti í Slippnum, eins og Akureyringum var lengi tamast að kalla hann. (Mbl. 15.7.1993: 14).
Skapti og eiginkona hans, Guðfinna Hallgrímsdóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal, bjuggu hér ásamt börnum sínum í fimm ár, en 1946 byggðu þau hús við Norðurgötu 53. Ýmsir hafa átt og búið í Hríseyjargötu 20 síðan þá, en húsinu hefur líkast til alla tíð verið vel við haldið. Alltént er húsið í afbragðs góðri hirðu, nýtt þak á húsinu og hefur allt fengið yfirhalningu. Lóðin er einnig vel frágengin og smekkleg, við húsið er vandaður sólpallur, tjörn með timburbrú svo fátt eitt sé nefnt. . Eftir því sem sá sem þetta ritar kemst næst hefur ekki verið unnin húsakönnun fyrir þennan ytri hluta Hríseyjargötu þannig að varðveislugildi Hríseyjargötu 20 liggur ekki fyrir. Það er hins vegar álit þess sem þetta ritar, að Hríseyjargatan sem heild eigi öll að njóta varðveislugildis. Myndin er tekin þann 18. nóv. 2018. Myndin er tekin þann 18. nóvember 2018.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 878, 4. júlí 1941. Fundur nr. 948, 2. júlí 1943. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 31
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 293
- Frá upphafi: 441424
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.