Hús dagsins: Hríseyjargata 8

Hríseyjargata byggðist upp á löngum tíma eða frá aldamótum 1900 og fram undir miðja öldina. Byggingarsögulega mætti skipta henni í tvennt við Eiðsvallagötu, en norðan hennar er yngsti hluti hennar, skipaður steinhúsum í funkisstíl, einlyftum með valmaþökum. Sunnan Eiðsvallagötu má finna timbur- og steinhús, flest byggð á 3. og 4. áratugnum. En austanmegin á partinum milli Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu má einnig finna sams konar hús og norðan Eiðsvallagötu, þ.e. hús nr. 8 og 10.  

Hríseyjargötu 8 byggði Tryggvi Jónatansson eftir eigin teikningum árið 1942. P5010522Húsið er einlyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki og hornglugga til SV og útskoti til SA. Á þaki er bárujárn, steiningu á veggjum og í gluggum lárétta póstar með opnanlegum þverfögum. Líklega hefur Tryggvi Jónatansson ekki búið hér þótt hann hafi reist húsið, en í elstu heimildum sem koma upp varðandi Hríseyjargötu 8 kemur fyrir nafn Steingríms Sigurðssonar vélsmiðs, en haustið 1943 auglýsir hann í Degi „húspart til sölu“ Líklega er þó ekki um að ræða Hríseyjargötu 8 í því tilfelli því fram kemur að í umræddum húsparti sé kjallarageymsla. Ýmsir hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma, um langt árabil þau Ingólfur Árnason frá Neðstalandi í Hörgárdal og Margrét Magnúsdóttir, sem fædd var á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Húsið er líkast til að mestu óbreytt frá upphafi.  Um 1990 var unnin Húsakönnun á vegum Minjasafnsins á Akureyri um Oddeyrina, á svæði sem afmarkaðist af Glerárgötu í vestri og til með Eiðsvallagötu í norðri og Hjalteyrargötu í austri. Þar er húsið ekki talið hafa varðveislugildi en vikið er að húsaröð Tryggva Jónatanssonar við Ægisgötu [1-14], enda þótt þau hús standi utan könnunarsvæðis og segir m.a. að þau séu „ [...] merkur þáttur í húsagerðarsögu Akureyrar og eru merkt framlag til að bæta híbýlahætti [...]“ (Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson 1995: 107). Þar er jafnframt tekið fram, að hús nr. 8 og 10 séu af svipaðri gerð og umrædd hús. Myndin er tekin þann 1. maí 2017.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri. Aðgengilegt á pdf formi á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 440781

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 202
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband