Hús dagsins: Hríseyjargata 10

Hríseyjargötu 10 reisti Kristján Stefánsson 1946 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar, mögulega þeirri sömu og að Hríseyjargötu 8 . P5010523 Kristján ólst upp í Strandgötu 43, sem stendur aðeins spottakorn frá Hríseyjargötu, en faðir hans, Stefán Jónasson, byggði það hús árið 1920. Hríseyjargata er einlyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, bárujárn er á þaki og lóðréttir póstar í gluggum. Á útskoti við suðurhlið er stór gluggi af þeirri gerð sem síðuhafi kallar „stofuglugga“ og er hann skemmtilega innrammaður af múraðri grjóthleðslu eða hleðslumunstri. Þar mun vera um að ræða viðbyggingu frá 1964, eftir teikningum Tryggva Sæmundssonar . Kristján Stefánsson og kona hans, Kristín Jensdóttir bjuggu hér allt til ársins 2003 eða í 57 ár og ræktuðu m.a. myndarlegan skrúðgarð. Elsta heimild sem timarit.is finnur um húsið er einmitt frá ágústlokum 1951 þar sem Kristján hlaut 1. verðlaun Fegrunarfjelags Akureyrar fyrir vel hirtan skrúðgarð við húsið.  Enn standa nokkur gróskumikil birki- og reynitré á lóðinni og upprunaleg girðing að lóðarmörkum, steyptir stöplar með járnavirki. (Gaman að geta þess, að á þessari baksíðu Moggans, er greinir frá verðlaunum Kristján fyrir skrúðgarðinn ber mest á mynd af  Jóhanni Svarfdælingi, býsna vígalegum í hlutverki ógurlegs risa í Hollywood kvikmynd).  Hríseyjargata 10 er látlaust og skemmtilegt hús og í góðri hirðu. Hleðsla við glugga á framhlið ljær húsinu skemmtilega ásýnd og sérstakan svip. Myndin er tekin á verkalýðsdaginn, 1. maí árið 2017.

Heimildir: Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson (1995). Oddeyri Húsakönnun. Minjasafnið á Akureyri. Aðgengilegt á pdf formi á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun_Oddeyri.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 420191

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 228
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband