Hús dagsins: Hlíðargata 3

Hlíðargötu 3 reisti Björgvin V. Jónsson málarameistari, frá Vatnsenda í Eyjafirði, PA090841árin 1943-44. Hann fékk lóð við „Hlíðarveg“  og byggingarleyfi í júní 1943, fékk að reisa íbúðarhús byggt úr steinsteypu, eina hæð á háum kjallara og með valmaþaki. Stærð hússins 7,4x10m auk útskota: að sunnan, 1,5x4,7m og að norðan 1,1x6,1m. Teikningarnar að húsinu gerði Páll Friðfinnsson.  Björgvin Jónsson kona hans Laufey Sigurðardóttir , sem byggðu húsið bjuggu hér um áratugaskeið, fram á efri ár. Hún var frá Torfufelli í Eyjafirði, en þess má geta að Torfufell er steinsnar- um tvo kílómetra-  Vatnsenda. Þessir tveir bæir eru framarlega í firðinum, í fyrrum Saurbæjarhreppi.  Björgvin og Laufey unnu ötullega að ýmsum félagsmálum og stofnuðu m.a. Minningarsjóð Hlífar til styrktar Barnadeildar FSA ( nú Sak). Hann lést 1983  en Laufey bjó hér áfram um nokkurt árabil. Húsið mun mest alla tíð hafa verið einbýlishús.

   Hlíðargata 3 er einlyft á mjög háum kjallara, raunar fast að því að teljast heil hæð, með flötu þaki sem er rammað inn af háum þakkanti. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru á suðurhlið, á báðum hornum og einnig á útskoti. Þar eru einnig tröppur upp að inngöngudyrum á efri hæð. Lóðréttir póstar eru í gluggum og pappi á þaki hússins.  Þá eru steyptar tröppur að götu og hellulögðu bílaplani sunnan og framan við húsið. Á norðurhlið hússins er áfastur bílskúr, byggður 1963 eftir teikningum Hauks Viktorssonar. Húsið er reisulegt og svipmikið hús og í mjög góðri hirðu og til prýði í skemmtilegri götumynd funkishúsa við Hlíðargötu. Í Húsakönnun 2015 er húsið metið með varðveislugildi sem hluti af samstæðri heild. Myndin er tekin þann 9. okt. 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.945 , þ.11. júní 1943. Fundur nr. 947, 25. júní 1943. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 436915

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband