26.3.2019 | 09:58
Hús dagsins: Holtagata 7
Við Holtagötu standa alls 12 hús, og eru 7 þeirra byggð eftir teikningum Stefáns Reykjalín. Þar á meðal hús nr. 7 sem Stefán teiknaði og byggði árið 1940 og bjó alla tíð síðan ásamt fjölskyldu sinni. Stefán fékk haustið 1939 lóð nr. 7 við Holtagötu ásamt byggingarleyfi sem hljóðaði uppá steinsteypt íbúðarhús á einni hæð á kjallara undir þriðjungi húss og með höllu þaki. Stærð hússins 8,3x11,6m. Holtagata 7 er einlyft steinsteypuhús með háu risi og á lágum kjallara. Norðurhluti hússins, sem skagar eilítið fram fyrir framhlið er með stafn (eða burst) í austur-vestur en suðurhluti hússins er stafn til suðurs. Í kverkinni á milli álma eru inngöngudyr og tröppur upp að þeim að götu. Þá er bíslag á norðurhlið auk kvists, en á framhlið er einnig kvistur með hallandi á miðri þekju og tveir kvistir á bakhlið, annar þeirra svalakvistur. Bárujárn er á þaki hússins, gróf múrhúð á veggjum og lóðréttir póstar í gluggum og horngluggar til suðurs. Í upphafi var húsið með flötu þaki; eða einhalla aflíðandi þaki undir háum kanti. Mörg funkishús höfðu eilítinn þakhalla en kant sem náði upp fyrir þekju þannig að þakið leit út fyrir að vera flatt. Flöt þök funkisstefnunnar fara nefnilega ekkert sérstaklega vel saman við íslenska vetur. Á bls. 130 í Húsakönnun 2015 (sjá tengil í heimildaskrá) má sjá húsið eins og það leit út fyrir breytingu. En það var árið 1952 sem Stefán byggði rishæð á húsið, vitaskuld eftir eigin teikningum og fékk húsið þá núverandi útlit.
Stefán Reykjalín byggingameistari var fæddur árið 1913, lauk stúdentsprófi frá MA árið 1938 og öðlaðist meistararéttindi í húsasmíði 1943. Hann hafði þó fengist við þá iðn frá unga aldri, undir handleiðslu föður síns, Guðmundar Ólafssonar. Guðmundur var einnig byggingameistari, byggði m.a. Brekkugötu 29 árið 1926 stýrði m.a. smíði Samkomuhússins við Hafnarstræti 57 ásamt Guðbirni Björnssyni árið 1906. Þá má nefna Munkaþverárstræti 44 sem Guðmundur byggði en Stefán teiknaði árið 1943. Fyrstu húsateikningar Stefáns eru dagsettar um tveimur mánuðum fyrir tvítugsafmæli hans eða 11. ágúst 1933. Þar var um að ræða Klapparstíg 3 sem þeir Jón Ingimarsson og Aðalstein Tryggvason reistu. Stefán Reykjalín starfaði alla tíð við húsasmíðar og mun hafa byggt á annað hundrað raðhúsaíbúðir á starfsferlinum og segir Ingi R. Helgason í minningargrein í Morgunblaðinu (150. Tbl. 25. nóv 1990: C25) [...]skilaði Stefán vel fullu ævistarfi sem húsasmiður á Akureyri með þeim hætti, að sum reisulegustu húsin, sem þann bæ prýða, eru handaverkin hans, sem og fjöldi íbúðarhúsa. Stefán fékkst auk þess við ýmis félags- og embættisstörf, var m.a. bæjarfulltrúi Framsóknar um tveggja áratuga skeið. Eiginkona Stefáns var Guðbjörg Bjarnadóttir frá Leifsstöðum í Kaupangssveit. Sem áður segir, bjuggu þau Stefán og Guðbjörg hér alla tíð eftir byggingu hússins, eða í um hálfa öld, en hún lést 1987 og hann 1990.
Viðbyggingar og breytingar á húsum segja oft merkilega sögu. Breytingasaga Holtagötu 7 er raunar ekki ósvipuð tveimur húsum við ofanverða Brekkugötu, þ.e. nr. 39 og 41 en þar er um að ræða hús sem reist voru með flötu þaki á snemma á 4. áratugnum og í upphafi þess fimmta en fengu rishæðir á þeim sjötta. Sá sem þetta ritar þykir þessi hús ekki ólík að þessu leyti, enda vill svo til, að Stefán Reykjalín teiknaði breytingar beggja Brekkugötuhúsanna. Eru þessi hús raunar ekki svo óáþekk í útliti (á Brekkugötuhúsum er burstin reyndar fyrir miðju en á norðurenda á Holtagötu 7). Og Húsakönnun 2015 metur það sem svo að breytingin fari húsinu vel enda þótt það sé mikið breytt frá upphafi; form og útlit góðu jafnvægi og fær húsið varðveislugildi 1. Húsið er í góðri hirðu; þegar höfundur var á ferð um Holtagötu með myndavélina þann 9. október 2018 stóðu einmitt yfir endurnýjun á þaki. Lóðin,sem skartar fjölbreyttu og gróskumiklu blóma- og runnabeði framan húss, er einnig í góðri og til mikillar prýði í umhverfinu. Ein íbúð er í húsinu.
Brekkugata 39 og 41 í janúar 2016. Líkt og Holtagata 7 eru þessi hús upprunalega funkishús með flötum þökum, en byggð á þau rishæðir um og upp úr miðri 20. öld. Stefán Reykjalín teiknaði breytingarnar á húsunum, á 39 í samvinnu við Sigurð Högurð.
Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 842, þ. 18. sept. 1939. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 440805
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.