Hús dagsins: Holtagata 8

Árið 1942, nánar til tekið þann 30. apríl fékk Guðmundur PA090826Ólafsson lóð og byggingarleyfi á Holtagötu 8. Byggingarleyfið hljóðaði upp á hús að stærð 9,45x7,30m auk útskots að vestan 1,4x3,8m. Byggt úr steinsteypu og kjallaraloft úr járnbentri steinsteypu, húsið með skúrþaki úr timbri. Byggingarnefnd vildi frekar valmaþak en skúrþak. Síðar á árinu 1942, eða 18. september fær Gísli Ólafsson hins vegar lóðina en ekkert er tekið fram í bókunum Byggingarnefndar hvort byggingarréttindi eða húsið, sem þá var væntanlega í byggingu fylgi með. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín.

Holtagata 8 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með háu risi og miðjukvisti. Rishæðin er úr timbri, byggð ofan á húsið um miðjan 10. áratug 20. aldar. Gluggar eru flestir með einföldum lóðréttum póstum með opnanlegum þverfögum, bárujárn er á þaki og steining á veggjum en ris er klætt láréttri timburklæðningu.

Gísli Ólafsson mun hafa átt húsið hálfan annan áratug en árið 1959 selur hann eigninni þeim Kristjáni Albertssyni og Einari Gunnlaugsson, svo sem fram kemur í Viðskiptatíðindum fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu.  Ef heimilisfanginu „Holtagötu 8“ er flett upp á timarit.is, birtast 33 niðurstöður.  Sú elsta sem gagnagrunnurinn finnur er frá Oddi Kristjánssyni, sem þarna er búsettur, en hann auglýsir til sölu galvaniserað bárujárn í desember 1945.  Margir hafa átt húsið og búið þarna í gegn um tíðina. Árið 1996 var byggð á húsið rishæð eftir teikningum Bjarna Reykjalín og fékk húsið þá það útlit sem það hefur æ síðan. Hefur húsið þannig hlotið gagngerar endurbætur og eina hæð í „kaupbæti“ fyrir rúmum tveimur áratugum. Þessi samsetning er óneitanlega áhugaverð, funkishús með steiningu að neðan en timburhús að ofan og setur húsið þannig skemmtilegan svip á götumyndina. Húsið er fyrir vikið nokkuð hærra en nærliggjandi hús. Þó nokkur hús við Holtagötu eiga þessa breytingasögu þ.e. funkishús með lágum eða flötum þökum sem síðar fengu há risþök og aðra hæð fyrir vikið. Húsið er í mjög góðri hirðu og sama er að segja um lóðina, en við mörk hennar mun upprunaleg girðing með steyptum stöplum. Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin þann 9. Október 2018.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 895, þ. 19. sept. 1941. Fundur nr. 907, þ. 30. apríl 1942. Fundur nr. 942, 18. sept 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 440805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband