Hús dagsins: Holtagata 12

Holtagata 12 er ysta hús austanmegin Holtagötu stendur á PA090830horni götunnar og Hamarstígs. Húsið byggði Gunnar Sigurjónsson eftir eigin teikningu 1948-49, en hann fékk haustið 1947 lóð „þar sem mætast Holtagata og Hamarstígur, norður af íbúðarhúsi Jóhanns Franklín [Holtagata 10].“ Vorið 1948 fær hann svo byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús samkvæmt „meðfylgjandi teikningu“  en ekki er um frekari lýsingu á hinu fyrirhugaða húsi að ræða. Árið 1955 byggir Gunnar bílskúr á norðvesturhorni lóðar, ásamt steyptri girðingu, eftir eigin teikningum. Húsið hefur frá upphafi verið tvíbýlishús og ýmsir búið þarna um lengri og skemmri tíma. Árið 1960 kaupa þeir Sigurður Þ. Gunnarsson og Ólafur Gunnarsson eignarhlut Gunnars í húsinu, þ.e. efri hæðina og bílskúrinn.

Holtagata 10 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, útskotum til suðurs og vesturs. Í kverkinni við vesturútskot eru inngöngudyr og steyptar tröppur á efri hæð en svalir við suðurskot. Gluggar eru með lóðréttum póstum og bárujárn á þaki en steining er á veggjum.

Húsið er í upprunalegri mynd, skv. Húsakönnun 2015, ekki hefur verið byggt við það og á veggjum er enn upprunaleg steining. Sú klæðning er stundum sögð „viðhaldsfrí“ vegna þess hve lengi hún endist samanborið við aðrar utanhússklæðningar. En auðvitað er það svo, að ekkert mannanna verk er viðhaldsfrítt. Holtagata 12 er nokkuð dæmigert fyrir tvíbýlishús frá miðri síðustu öld, steinsteypuhús í funkisstíl með valmaþaki. Húsið tekur þátt í götumynd bæði Holtagötu og Hamarstígs, sem hornhús og hefur varðveislugildi 1, skv. áðurnefndri P4010505Húsakönnun. Á lóðarmörkum er steyptur veggur, sem er líkast til frá 1955, eða þegar bílskúrinn var byggður. Lóðin er einnig vel hirt og gróin og ber það mest á tveimur grenitrjám sem standa annars vegar sunnan við og hins vegar norðaustan við húsið. Myndin  af húsinu er tekin þann 9. október 2018 en þann dag var undirritaður á vappi með mynavélina í haustblíðunni um m.a. Hlíðargötu og Holtagötu. Myndin af trénu er hins vegar tekin þann 1. apríl 2017.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1084, þ. 19. sept. 1947. Fundur nr. 1094, 7. maí 1948. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 20
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 437
  • Frá upphafi: 440794

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband