13.4.2019 | 18:34
Hús dagsins: Nótastöðin, Norðurtanga 1
Áður en við höldum af Holtagötunni suður á Lögbergsgötu skulum við bregða okkur niður á utanverða Oddeyri eða kannski öllu heldur neðarlega á Gleráreyrar. Það var alla vega kýrskýrt í bókunum Byggingarnefndar að þessi staður væri á Gleráreyrum. Mér er ekki kunnugt um, hvar mörk Oddeyrar og Gleráreyra liggja (ef þau liggja nokkurs staðar formlega ) en einhvern veginn hef ég bitið í mig þá (rang)hugmynd að Gleráreyrum hljóti að sleppa þegar komið er fram fyrir Mylluklöpp; það heiti Oddeyri að bökkum Glerár þar austan við. Það er hins vegar rökrétt að álíta, að ósar Glerár nyrst á Oddeyri hljóti að kallast Gleráreyrar. (Svo er spurning hvort ein eyri þurfi að útiloka aðrar; að ysti hluti Oddeyrar heiti einfaldlega Gleráreyrar). En á þessum slóðum, neðst á Gleráreyrum skammt frá athafnasvæði Slippsins stendur háreist iðnaðarhús sem sjá má á mörgum gömlum myndum (frá miðri 20. öld) af Oddeyrinni sem lengst úti í buskanum og er þannig greinilega eitt elsta húsið á þessu svæði. En þarna er um að ræða Nótastöðina, en hún er byggð árið 1945. Þá var þessi staður um hálfum kílómetra frá ystu byggðum Oddeyrar.
Vorið 1945 sótti Óli Konráðsson um lóð á Gleráreyrum, 2500- 3000m2. Jafnframt sótti hann um leyfi til að reisa byggingu á lóðinni sem á að vera stöð til hreinsa, lita og þurrka snurpunætur (6 þurrkhjallar, litunar- og suðuker), nótageymsla og nótavinnustofa. (Bygg.nefnd. Ak. 1945: nr.1011). en Óli fær lóð neðarlega á Gleráreyrum, norður af iðnaðarplássi sem fyrirhugað er á skipulagsuppdrætti frá 28. febrúar 1944. Lóðarstærð átti að ákvarðast af síðari mælingum. Óli fékk einnig leyfi til að reisa hús á lóðinni, skv. uppdrætti í febrúar 1945, 28,2x11,5m að stærð auk skúrbyggingar sunnan úr húsinu 5x5m. Vorið 1946 var húsið risið, en þá var lóðin ákvörðuð 3000 fermetrar, enda lá húsið við suðurmörk lóðar. Þar er um að ræða húsið, sem æ síðan er þekkt sem Nótastöðin, eða Nótastöðin Oddi en stöðin var rekin undir því nafni áratugum saman. Nótastöðin er háreist (3-4 hæðir) steinsteypuhús, með háu risi og kvistútskoti til suðurs. Sunnan á er einnig þrílyft viðbygging með lágu einhalla þaki. Í húsinu er netagerðarsalur ásamt skrifstofum. Bárujárn er á þaki en veggir múrhúðaðir.
Óli Konráðsson, útgerðarmaður, sem fæddur var á Fáskrúðsfirði árið 1900 starfrækti netagerð á neðri hæð í húsi sínu Eiðsvallagötu 4, uns hann reisti Nótastöðina sem var ein sú fullkomnasta á landinu á sinni tíð. Nærri má geta, hvílík bylting það hefur verið að flytjast með starfsemina í nýbyggðu Nótastöðina á Gleráreyrum ef húsið er borið saman við neðri hæð Eiðsvallagötu 4 (sjá mynd t.h.), sem er ca. 8x10m að grunnfleti. Óli Konráðsson lést úr krabbameini, aðeins 48 ára að aldri, þremur árum síðar eða 1948. Árið 1953 eða fimm árum síðar keypti hlutafélagið Nótastöðin hf. í nótastöðina ásamt öllum búnaði. Félagið var í eigu Útgerðarfélags KEA, Gjögurs hf, og útgerðarmannanna Valtýs Þorsteinssonar, Leós Sigurðarsonar, Guðmundar Jörundssonar og Egils Júlíussonar (sá síðast taldi á Dalvík, en allir hinir á Akureyri). Elstu heimildir um Netagerðina Odda eru einmitt frá 1953, en Nótastöðin Oddi birtist fyrst á prenti skv. timarit.is í september 1966. Síðar voru lagðar göturnar Tangar um athafnasvæðin neðst á Oddeyri og Gleráreyrum, og fékk húsið númerið 1 við götuna Norðurtanga, það heimilisfang kemur fyrst fyrir á prenti árið 1990. Skemmst er frá því að segja, að í húsinu hafa verið framleidd net og veiðarfæri h.u.b. óslitið þessi 74 ár sem húsið hefur staðið, nokkur síðustu ár undir merkjum Fjarðanets. Þarna hefur fjöldi manns stundað atvinnu, margir árum saman og þannig mikil saga að baki þessu reisulega húsi. Ekki er höfundi kunnugt um, að nokkurn tíma hafi verið búið í Nótastöðinni.
Það er álit þess sem þetta ritar, að þegar eldri hverfi og hús eru skoðuð og metin til varðveislugildis eða friðunar verði einnig að huga að iðnaðar- og atvinnuhúsnæði sem margt hvert hefur mikið sögulegt gildi, þótt e.t.v sé það ekki alltaf augnayndi. En það á nú reyndar aldeilis ekki við um Nótastöðina við Norðurtanga að hún sé ekkert augnayndi því stílhreint og glæsilegt er húsið og þar að auki í góðri hirðu. Myndin er tekin þann 15. nóvember 2014.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1027, 20. apríl 1945. Fundur nr. 1054, 20. maí 1946. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafniu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 286
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.