Hús dagsins: Lögbergsgata 7

Árið 1945 fékk Skarphéðinn Ásgeirsson,  kenndur við Amaro, PA090818leyfi til að byggja steinhús með steinlofti og timburþaki, ein hæð á „ofanjarðarkjallara“, 11,55x8,8m auk útskots að vestan, 4,95x3,6m. Hann hafði fengið lóðina tveimur árum fyrr. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín.

Lögbergsgata 7 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með háu valmaþaki með kvisti til vesturs. Á vesturhlið eru inngöngudyr, steyptar tröppur og svalir. Veggir eru múrhúðaðir, bárujárn á þaki og einfaldir póstar í gluggum. 

Skarphéðinn Ásgeirsson, sem reisti Lögbergsgötu 7 var einn af helstu máttarstólpum í verslunar- og iðnaðarsögu Akureyrar á 20. Öld. Hann var fæddur árið 1907 að Gautsstöðum á Svalbarðsströnd og hóf um 1930 framleiðslu leikfanga á Akureyri. Klæðagerðina Amaro stofnaði hann árið 1940, og árið 1947 fluttist hún hingað í Lögbergsgötu 7. Fyrirtækið Amaro óx og dafnaði og árin 1959-60 stóð Skarphéðinn fyrir byggingu eins stærsta verslunarhúss á Akureyri og líklega einni stærstu byggingu bæjarins á þeim tíma, Amaro-hússins í Hafnarstræti 99-101. Kona Skarphéðins var Laufey Tryggvadóttir frá Meyjarhóli á Svalbarðsströnd. Húsið er lítið breytt frá upphafi og er í mjög góðri hirðu. Lóðin er einnig gróin og vel hirt, og suðaustan megin á henni stendur garðskáli, byggður árið 1991, en teikningar að honum gerði Bergur Steingrímsson. Á lóðarmörkum er steyptur veggur með járnavirki, sem er í stíl við handrið á svölum. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 9. okt. 2018, en þann dag var ég á vappi með myndavélina um Hlíðargötu, Holtagötu og Lögbergsgötu. Fyrst ljósmyndaði ég hliðargöturnar og því næst Lögbergsgötu, ofan frá. En þegar ég átti aðeins tvö hús eftir „ómynduð“ varð rafhlaðan algjörlega hleðslulaus. Þannig að hús nr. 1 og 3 varð ég að ljósmynda síðar og það gerði ég í febrúar 2019.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 950, þ. 23. júlí 1943. Fundur nr. 1019, 1. júní 1945. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 436886

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband