Svipmyndir úr Eyjafirði

Eins og gestum þessa vefjar má vera kunnugt um, geri ég þó nokkuð af því að viðra mig og ekki er óalgengt að myndavélin sé með í för. Líkt og æði margir, eða allflestir, er ég að vísu ævinlega með myndavél meðferðis í snjallsíma en mér þykir einhvern veginn skemmtilegra að taka upp MYNDAVÉLINA og mynda- enda þótt símamyndavélar séu margar hverjar orðnar vel sambærilegar við miðlungs vandaðar myndavélar. Hér eru nokkur sýnishorn af því sem fyrir augu hefur borið um vor og fyrri hluta sumars 2019.

P4250904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Botnsfoss í Botnsreit á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Botnsreitur er neðan við bæina Botn og Hranastaði, ríflega 14 km frá Miðbæ Akureyrar.

P4250902  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P4280886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fossar í Veigastaðaklettum í Vaðlaheiði sunnudaginn 28. apríl. Klettabelti á borð við þetta urðu til fyrir nokkrum milljónum ára, þegar hraun runnu á hraun ofan og mynduðu jarðlög. Gróður og jarðvegur varð að millilögum. Löngu, löngu síðar gróf skriðjökull ísaldar sig í gegn um jarðlögin og myndaði m.a. firði og dali og skildi eftir jökulruðninga og grettistök. 

P5120886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona líta Súlutindarnir út séðir frá Eyjafjarðarbraut vestri skammt sunnan Litla-Hóls, rúmlega 17km framan Akureyrar. Myndin tekin 12. maí.

P5250890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona litu hins vegar Kjarnaskógur, Hamrar, Naustahverfi og Eyjafjörður út í blíðunni laugardaginn 25. maí, ljósmyndari staddur sunnarlega í Lönguklettum. Sólríkt síðdegi, eða Sunny Afternoon eins og Ray Davies og félagar í The Kinks sungu um fyrir ríflega hálfri öld. 

P6100889

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þverá efri, eða Munkaþverá fellur úr Þverárdal í Eyjafjarðará um hrikalegt gil. Hversu djúpt það er veit ég ekki, en ég myndi giska á að frá gilbrún og niður að ánni séu a.m.k. 25 metrar, jafnvel 30. Þarna er vinsælt að klifra og síga. Gilið er tæpa 20 km frá Akureyri.

P6100900

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfir Þverárgilið hrikalega liggur ein elsta brú sem enn er í notkun á landinu. Hún er að stofni til frá 1913, en þá var steinboginn steyptur. Árið 1958 var brúin hins vegar endurbyggð og hækkuð og gamla brúin notuð sem undirstaða. Hér má lesa um þá framkvæmd. Nokkuð ljóst má vera, að brúarsmiðir hafa ekki mátt vera mjög lofthræddir. surprised

P6100901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammt ofan brúarinnar má sjá fossinn Goðafoss. Myndirnar við Munkaþverá eru teknar á annan í hvítasunnu, 10. júní.

P6200890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að kvöldi 20. júní brá ég mér, einu sinni sem oftar, upp að Fálkafelli. Hér má sjá hesthúsahverfið Breiðholt í forgrunni, en á bak við Miðhúsahæð sést í ystu hverfi Brekkunnar og syðstu hverfi Glerárþorps.

P6220902

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjálfsáinn reyniviður gerir oft ekki miklar kröfur um vaxtarstað. Þessi hrísla hefur valið sér stað í mel í miðjum kletti norðan og ofan Hamra. Myndin er tekin þann 22. júní. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_2727
  • IMG_2725
  • P6171002
  • img_2730
  • IMG_2730

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.2.): 9
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 441493

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband