25.9.2019 | 15:44
Hús dagsins: Strandgata 53
Strandagata 53 stendur á horni Strandgötu og Laufásgötu á Oddeyrartanga, gegnt Oddeyrarbryggju þar sem m.a. Eimskip hefur aðsetur og drjúgur hluti vöruflutninga til og frá Akureyri fer um. Að ekki sé minnst á mörg skemmtiferðaskipin sem þarna leggjast að bryggju. En sögu hússins, sem reist var sem bílaverkstæði og bílageymsla má rekja til ársins 1935 en þá fékk Kristján Kristjánsson bifreiðarstöðvarstjóri (kallaður Bílakóngur) lóð norðan Strandgötu, austan við Steindór Jóhannesson að stærð 35x35m, til þess að reisa „geymsluskúr fyrir bíla“. Fékk hann að reisa bílageymsluhús á lóðinni, að „lengd meðfram Strandgötu 36,6m og með þvergötu 16m“. Þar er væntanlega átt við Laufásgötu sem ekki virðist hafa fengið nafn, en elsta heimildin sem timarit.is finnur um hana er frá 1948. Engu að síður er Laufásgötu að finna á einum elsta „skipulagsuppdrætti“ sem varðveist hefur af Oddeyrinni, sem er gerður svo snemma sem 1901 af Stefáni Kristjánssyni.
En bifreiðastöð Kristjáns eða BSA var fullbyggð 1936 og í nóvember það ár auglýsir Bifreiðastöðin að þeir taki til geymslu „ [...]í nýrri byggingu vorri að Strandgötu 53 bifreiðar, dráttarvélar, mótorhjól og hjólhesta“. Þá hóf BSA bifreiðaverkstæðis þarna, og nokkuð öruggt má telja húsið með þeim fyrstu hér í bæ sem byggð voru sem bílaverkstæði. Árið 1942 fékk Kristján lóðina stækkaða um 45m til norðurs meðfram Laufásgötu og ári síðar leyfi til að byggja á stækkaðri lóðinni. Viðbygging þessi, sem stendur meðfram Laufásgötu skyldi 11x12m á einni hæð með járnvörðu þaki. Árið 1967 var enn byggt við húsið til norðurs eftir teikningu Á. Berg. Um áratugaskeið voru í húsinu bílasölur, bílaverkstæði, og einnig um skeið fiskmarkaður. Ekki veit síðuhafi til þess, að nokkurn tíma hafi verið búið í þessu húsi en það er alls ekki útilokað.
Á tíunda áratug 20. aldar var húsið hins vegar allt tekið í gegn að innan jafnt sem utan og innréttaður þarna skemmtistaður, sem lengst af var rekinn undir nafninu Oddvitinn. Þar mun hafa verið lengsti bar landsins. Skemmtistaðarekstur lagðist þarna af um 2010, en húsið var áfram nýtt til samkomuhalds. Árið 2015 var húsið keypti Heimskautaráð, undir stjórn Arngríms Jóhannssonar flugstjóra húsið. Voru gerðar á húsinu stórfelldar endurbætur og nú er þarna rekið stórmerkilegt og einstakt safn, Norðurslóðasetrið. Er það í stærri salnum, þar sem áður var lengsti bar landsins. Í smærri salnum, þeim eystri er hins vegar veitingasala á vegum setursins. Síðuhafi getur ekki annað en mælt með heimsókn á Norðurslóðasetrið; sjón er sögu ríkari og er þetta aðdáunarvert framtak hjá Arngrími og félögum. Eftir því sem síðuhafi kemst næst, hefur ekki verið unnin húsakönnun fyrir þetta svæði á Oddeyrartanga. Þannig liggur varðveislugildi Strandgötu 53 ekki fyrir, eða hvort húsið hafi yfir varðveislugildi. En húsið er traustlegt og í góðri hirðu, sem nýtt eftir gagngerar endurbætur á sl. árum og er til mikillar prýði. Húsið skartar stórskemmtilegum norðurslóðamyndum í gluggum. Myndin er tekin á sumarsólstöðum, 21. júní 2019.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 735, 14. feb. 1935. Fundur nr. 747, 14. júní 1935. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 95
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 444932
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 427
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.