Hús dagsins: Helgamagrastræti 42

Árið 1942 Snorri Guðmundsson, iðnverkamaður hjá Iðunni, P5030894lóð og byggingarleyfi við Helgamagrastræti 42. (Þannig vill svo skemmtilega til, að hús nr. 42 er byggt ´42). Var honum leyft að byggja hús úr steinsteypu, byggt úr steinsteypu með tvöföldum veggjum með reiðing á milli, með timburgólfi og veggjum. Stærð hússins 8x9m auk útskots, 1,0x4,0m að sunnan. Bygginganefnd lét bóka, að ekki væri gert ráð fyrir miklu geymsluplássi í húsinu og þótti rétt að geta þess strax, að útigeymsla á lóð yrði ekki heimiluð síðar.  Teikningarnar að húsinu gerði Páll Friðfinnsson.

Helgamagrastræti 42 er tvílyft steinsteypuhús með bárujárnsklæddu valmaþaki, útskoti til suðurs, horngluggum á SV-horni og einföldum lóðréttum póstum í gluggum. Veggir eru klæddir með svoköllum steníplötum eða steiningarplötum, og er um tiltölulega nýlega klæðningu að ræða.

Elstu heimildir sem finna má á timarit.is eru frá mánaðamótum maí-júní 1945, en þá auglýsir Guðmundur Guðmundsson, í Helgamagrastræti 42, eftir 80 stúlkum til síldarsöltunar ánýjubryggju Sverris Ragnars á Oddeyrartanga“. Snorri Guðmundsson, sem byggði húsið, auglýsir árið 1953 litla íbúð til sölu í húsinu og var þar um að ræða neðri hæð hússins. Margir hafa búið í húsinu, bæði á efri og neðri hæð hússins. Það er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Helgamagrastræti 42 er, líkt og gjörvöll húsaröðin við Helgamagrastrætið að heita má, látlaust funkishús með valmaþaki. Það hefur hlotið algjörar endurbætur að ytra byrði, klæðningu, þakkant og þakjárn og er frágangur allur hinn snyrtilegasti. Sömu sögu er að segja af lóð hússins.

Helgamagrastræti 42 hlýtur í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 910, 15. Maí 1942. Fundur nr. 917, 3. júlí 1942.  Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 501
  • Frá upphafi: 436896

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 333
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband