Svipmyndir af vetrarveðri

Ekki þarf að fjölyrða um illviðrið sem gengið hefur yfir gjörvallt landið síðasta sólarhring. Rafmagns- og fjarskiptatruflanir, ófærð, rauðar viðvaranir og stórfellt eignatjón víða. Og ekki sér fyrir endann á hvellinum þegar þetta er ritað. Akureyri virðist hafa sloppið nokkuð vel miðað við önnur svæði, enda nokkuð gott var fyrir botni Eyjafjarðar undir háum Hlíðarfjöllum. Fannfergi er hins vegar nokkuð og svona var útlitið á Oddeyrinni á þriðja tímanum í dag, 11. desember. Þessar myndir eru teknar í Norðurgötunni, á þeirri efstu er horft austur Eyrarveg.

PC110957

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PC110959

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PC110961

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svosem ekki fyrsti snjór vetrarins. Svona var umhorfs á fyrsta vetrardag, 26. október

PA260995

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daginn eftir, 27. október, var ég á vappi um Syðri Brekkuna og ljósmyndaði m.a. Möðruvallastrætið. Hér er hús nr. 1 við þá götu, (sem verður einmitt "Hús dagsins" innan skamms).

PA270988

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þennan fyrsta snjó tók raunar fljótt upp að mestu...svo sem þessar myndir, teknar hvern sinn sunnudaginn í nóvember bera með sér.

 PB030982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Svalbarðsströnd, 3. nóvember.

PB170988

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft fram Eyjafjörð, neðan við Hvamm þ. 17. nóv. Staðarbyggðarfjall og Tungnafjall böðuð í nóvembersólinni. 

PB240992

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft út Kræklingahlíðina frá veginum skammt norðan og neðan Lögmannshlíðar 24. nóvember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 436796

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 291
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband