22.12.2019 | 12:38
Hús dagsins: Möðruvallastræti 4
Þann 1. september 1939 réðust herir Þjóðverja inn í Pólland, og er sú dagsetning sögð marka upphaf Seinni Heimstyrjaldar í Evrópu. En það var nákvæmlega ári fyrr, 1. sept. 1938, sem Marinó L. Stefánsson kennari fékk úthlutaða lóð við Möðruvallastræti, næst sunnan við Helga Skúlason. Það var hins vegar ekki fyrr en vorið eftir, eða í maí 1939 sem honum var leyft að reisa hús samkvæmt meðfylgjandi teikningu og lýsingu. Ekki er að finna frekari útlistun á málum eða byggingarefni eða byggingargerð hússins í bókunum Bygginganefndar. En teikningar Halldórs Halldórssonar frá maí 1939 lýsa húsinu nokkuð ágætlega, þar sést m.a. að húsið er 8,20x9,00m að grunnfleti og undir hálfu húsinu kjallari, þar sem voru geymsla og þvottahús. Og að sjálfsögðu miðstöðvarklefi, því á þessum tíma voru flest hús kynt með kolum.
Möðruvallastræti 4 er einlyft steinsteypuhús á lágum grunni með einhalla, aflíðandi þaki (skúrþaki). Á bakhlið, eða til vesturs, er einlyft viðbygging sem einnig er steinsteypt. Pappi er á þaki og veggir með steiningarmúr og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum.
Marinó Laxdal Stefánsson, sem byggði húsið, var fæddur að Refsstöðum í Laxárdal en uppalin á Skógum á Þelamörk. Hann var búfræðingur og kennari að mennt, og starfaði við kennslu allan sinn starfsaldur og raunar vel það, því hann mun hafa tekið einstaka börn í heimakennslu í rúman áratug eftir starfslok. Marinó bjó ekki í mörg ár hér, en hann fluttist suður 1945. Þar kenndi hann m.a. í Laugarnesskóla lengst af við Breiðagerðisskóla. Í um hálfa öld bjó hér Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari og frá 1978 starfrækti hann ljósmyndastofu sína hér. Hann var í hópi ötulustu og þekktustu ljósmyndara landsins á 20. öld og var auk þess brautryðjandi í kvikmyndagerð. Hann kvikmyndaði m.a. leiðangra um hreindýraslóðir um 1940, og þá tók hann þátt í björgunarleiðangrinum sem sótti áhöfn Geysis á Bárðarbungu haustið 1950. Kvikmyndaði hann þar hið einstæða björgunarafrek. Eðvarð nam ljósmyndun hjá bróður sínum Vigfúsi, og tók við rekstri ljósmyndastofu hans á fjórða áratugnum. Margar ljósmyndir þeirra bræðra hafa birst t.d. í bókum og víðar og sýna margar hverjar Akureyri, hús og mannlíf á fyrri helmingi síðustu aldar og hafa ómetanlegt heimildagildi. Eðvarð bjó hér til æviloka, 1999 en hann var fæddur 1907.
Húsið hefur tekið nokkrum breytingum gegn um tíðina, en þó langt frá því að upprunalegt útlit hafi raskast mikið. Árið 1953 var byggt við húsið eftir teikningum Bjarna St. Konráðssonar og 1964 var þaki breytt úr flötu í einhalla, eftir teikningum Tómasar Böðvarssonar. Fékk húsið þá það lag sem það nú hefur. Í Húsakönnun 2016 hlýtur húsið 5. Stigs (af 8-9) eða miðlungs varðveislugildi sem hluti götumyndar, og þar segir að [...]saman mynda húsin við Möðruvallastræti 4, 6 og 8 áhugaverða húsaröð og götumynd fremur áþekkra húsa sem byggð eru undir áhrifum funksjónalisma. (Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2016: 89). Húsið er einfalt og látlaust funkishús og er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði og sama er að segja um gróðri prýdda lóðina, sem römmuð er inn með steyptum stöplum og járnavirki. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 27. október 2019.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 822, 1. sept. 1938. Fundur nr. 833, 5. maí 1939. Fundur nr. 904, 27. mars 1942 Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 18
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 467
- Frá upphafi: 436806
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 298
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.