Hús dagsins: Möðruvallastræti 8

Möðruvallastræti 8 reisti Hallgrímur Jónsson skósmiður árið 1943. PA270983Byggingaleyfi hans hljóðaði upp á hús, 10x8m að stærð, auk 4,5x1,3m útskots að austan, á einni hæð með skúrþaki, kjallara undir hálfu húsinu. Húsið byggt úr r-steini og þak járnklætt timburþak. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson.

Möðruvallastræti 8 er einlyft steinsteypuhús á tiltölulega lágum grunni og með einhalla aflíðandi þaki; skúrþaki. Nyrsti hluti framhliðar  stendur eilítið framar (útskot 4,5x1,3m sem minnst er á í byggingarleyfi) og inngöngudyr og dyraskýli í kverkinni á milli. Veggir eru múrsléttaðir, pappi á þaki og lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í gluggum. Horngluggi í anda funkisstefnu er á SA-horni hússins. Þegar þetta er ritað, í ársbyrjun 2020, standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu á bakhlið hússins. Teikningarnar að þeim breytingum gerði Árni Gunnar Kristjánsson.

Hallgrímur Jónsson starfrækti um nokkurt skeið skóvinnustofu í húsinu, eða frá vorinu 1945. Skóverkstæðið hefur væntanlega verið í kjallaranum, en tekið er fram í auglýsingu að gengið sé inn að norðan. Ekki bjó hann eða starfaði hér lengi, því snemma árs 1947 auglýsir hann húsið til sölu. Þau Leonard Albertsson verkstjóri hjá Vegagerðinni og Ásta Friðriksdóttir eignuðust húsið á 6. Áratugnum og bjuggu þau hér um áratugaskeið, allt til dánardægra, Leonard lést 1976 en Ásta árið 1999. Þau ræktuðu hér mikinn skrúðgarð sem sem hlaut m.a. verðlaun Fegrunarfélags Akureyrar árið 1956 og vakti garður þeirra ánægju og yndisauka hjá vegfarendum Möðruvallastrætis um árabil. Húsið hefur alla tíð verið einbýli og er líkast til lítt breytt frá upphaflegri gerð. Möðruvallastræti er látlaust en glæst funkishús og hlýtur í Húsakönnun 2016 miðlungs, eða 5. stigs varðveislugildi vegna byggingarlistar og umhverfis, og einnig sem hluti þeirrar áhugaverðu þrenningar sem húsin nr. 4,6,8 við Möðruvallastrætið mynda. Húsið er  í góðri hirðu og snyrtilegt  og hlaut miklar endurbætur fyrir fáeinum árum. Sem áður segir, standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu hússins bakatil og ekki er annað að sjá, en að sú viðbót komi til með að falla vel að húsinu. Myndin er tekin þann 27. október 2019.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 938, 26. mars 1943.  Fundur nr. 943, 28. maí 1943.  Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 436804

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 296
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband