3.7.2020 | 17:08
Hús dagsins: Skipagata 12
Skráð byggingarár Skipagötu 12 er 1949. Engu að síður er það svo, að eina bókun Byggingarnefndar sem greinarhöfundur -sem er aldeilis ekki óskeikull- fann um húsið er frá árinu 1952. En þá fengu Kaupfélag Eyfirðinga og Tómas Björnsson að reisa norðurhluta fyrirhugaðrar bygginga á sameiginlegum lóðum. Í Húsakönnun 2014 er hönnuður hússins sagður ókunnur en á Landupplýsingakerfinu má finna þessar teikningar, gerðar af Mikael Jóhannessyni. Á þessum teikningum Loga Más Einarsson af endurbótum hússins. Upprunalegar teikningar virðast ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu en þar eru hins vegar teikningar af innra skipulagi hússins, eftir Mikael Jóhannesson. Húsið, Verslunarhús KEA, átti að skiptast í nokkur rými fyrir léttan iðnað eða skrifstofur og áformuð lengd skv. teikningum nærri 26m en lengd hússins meðfram götu er um 12m. Þannig má ætla, miðað við upplýsingar frá Bygginganefnd og teikningar, að aðeins um téðan norðurhluta að ræða. Suðurhlutinn reis ekki í fyrirhugaðri mynd, en rúmum þremur áratugum síðar reis hins vegar mikið stórhýsi á Skipagötu 14, áfast nr. 12 (sjálfsagt halda einhverjir, að um sé að ræða eitt og sama húsið). Reis það ofan á jarðhæð byggingar, sem þegar var áföst.
Skipagata 12 er fjórlyft steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki. Efsta hæð er inndregin frá austurhlið og eru þar svalir eftir endilöngu. Veggir eru múrsléttaðir og þakpappi á þaki. Gluggar með einföldum þverpóstum með þrískiptu efri fögum, en verslunargluggar á jarðhæð. Á norðurhlið er kringlóttur gluggi ofarlega, sem gefur húsinu ákveðinn svip, en þessi gafl hefur löngum verið skreyttur flennistórum auglýsingamyndum.
Skipagata 12 hefur frá upphafi hýst hina ýmsa verslun og þjónustu, líkt og húsin öll við Skipagötuna. Meðal annars má nefna afgreiðslu hins valinkunna póst- og flutningabáts Drangs, Ferðafélag Akureyrar og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Að ógleymdri Gufupressun fatahreinsun. Á níunda áratugnum var opnaður hér kjúklingastaðurinn Crown Chicken og um árabil prýddi nokkurs konar táknmynd staðarins: reffilegur hani, norðurhlið hússins. Hefur síðan verið veitingarekstur á jarðhæð, nú er þar starfræktur Akureyri Fish and chips. Á efri hæðum eru skrifstofurými og íbúð á efstu hæð.
Ekki er talið að gildi hússins sé verulegt umfram önnur hús við Skipagötu, en húsaröðin hefur nokkuð gildi sem slík. Húsið er, líkt og húsin utar við Skipagötu, byggt í anda skipulagsins frá 1927. Húsið er í mjög góðri hirðu og mun að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1948-1957. Fundur nr. 1159, 1. ágúst 1952. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 440805
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 175
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll enn. Ég má kannski ekki segja þetta hér - þú eyðir þessu þá bara - en ég man aldrei eftir að hafa fengið jafn vondan djúpsteiktan fisk og á Akureyri fish+chips. Þessi keðja er líka í Rvík. Ég ætla ekki þangað og hef varað fólk við stöðunum.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.7.2020 kl. 20:56
Sæl og blessuð.
Að sjálfsögðu er hverjum og einum frjálst að tjá skoðanir sínar og veitingastöðum og skyndibitum og hinum ýmsu málefnum hér. (Skárri væru það nú ritskoðunartilburðirnir, ef ég ætlaði að "banna" slíkt).
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 6.7.2020 kl. 14:11
Merki staðarins er fiskur, í laginu eins og þorskur eða ýsa, en þessi fiskur var hvorugt, slepjulegur, deigið utan um hann mjög hart og fór illa í maga. Ég pantaði á íslensku og borgaði um leið, líka f. gos með fiskinum, en framreiðslustúlkan kom ekki með það fyrr en ég kallaði á hana (á ensku), þá kom hún og leit á kvittunina til að athuga hvort ég segði satt, að hafa borgað gos. Þá loks sótti hún gosflöskuna.
Einhverjir hæla staðnum á TripAdvisor, það fólk getur ekki verið vant góðum fiski.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.7.2020 kl. 12:09
Þetta er semsagt ekki góð upplifun af veitingum og þjónustu þarna á staðnum. Hef svosem ekki mikla reynslu af þessum stað en þau fáu skipti sem ég hef borðað þarna hefur það verið þokkalegt.(Það er nú svo skringilegt með það, að ég hef í raun heimsótt örfáa veitingastaði á Akureyri, er mikið duglegri að prófa nýja staði t.d. í Reykjavík). En misjafn er smekkur manna. Og já, sjálfsagt hafa fáir ferðamannanna, sem skrifa á Tripadvisor, bragðað nýja soðna (góða) ýsu með kartöflum og smjöri- það eðallostæti.
Arnór Bliki Hallmundsson, 9.7.2020 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.