4.8.2020 | 19:20
Hús dagsins: Geislagata 12
Geislagötu 12 reisti Grímur Valdimarsson trésmiður og bílasmiður árið 1942-1945. Hann fékk 1942 Grímur Valdimarsson trésmiður og bílasmiður að reisa íbúðarhús við Geislagötu, næst norðan við geymsluhús Sverris Ragnars. Húsið byggt úr steinsteypu með steinsteyptu þaki, 12,6x9,5m að stærð. Það hús, sem snýr að götu, var fullbyggt 1943. Tveimur árum síðar, eða 1945, fékk Grímur að reisa viðbótarbyggingu , 13x8,50m að stærð, steinsteypta með steinþaki. Teikningarnar að húsinu, sem og viðbyggingunni, gerði Guðmundur Gunnarsson.
Geislagata 12 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki. Bakálma er einlyft með aflíðandi risi. Bárujárn er á þaki og háum þakkanti og múrhúð á veggjum og ýmis konar póstar í gluggum; verslunargluggar á jarðhæð.
Húsið var í senn íbúðar- og atvinnuhúsnæði; Grímur bjó á efri hæð ásamt fjölskyldu sinni en starfrækti trésmíðaverkstæði þar. Eiginkona Gríms var Jónína Ásgerður Jakobsdóttir, frá Miðgerði í Saurbæjarhreppi. Grímur var hins vegar fæddur og uppalin á Stokkhólma í Skagafirði. Hann var, sem áður segir, bifreiðasmiður og var sá fyrsti á Norðurlandi sem lagði þá iðngrein fyrir sig. Hann hafði áður numið trésmíði og fólst bifreiðasmíðin m.a. í því, að smíða yfirbyggingar yfir bíla. Fór sú starfsemi hans einmitt fram á verkstæði hans í Geislagötu 12. Sjálfsagt hafa þó nokkrir þeirra bíla sem Grímur smíðaði varðveist og verið gerðir upp. Í fjórða bindi bókaflokksins Aldnir hafa orðið birtast endurminningar Gríms og ekki er annað hægt hér, en að mæla með þeirri lesningu. Þar kemur m.a. fram, að Grímur gangi enn til vinnu sinnar á verkstæði sitt í Geislagötu, en þá (1975) var hann 77 ára gamall. Grímur og Jónína létust 1985 (Jónína) og 1986. Arfleiddu þau hjúkrunarheimilið Sel annars vegar og Kristneshæli öllum eigum sínum, þ.á.m. húseigninni Geislagötu 12, ásamt verkstæðishúsinu.
Auk verkstæða Gríms hefur Geislagata 12 hýst hina ýmsu starfsemi. Byggingavöruverzlun Akureyrar var rekin hér á fimmta og sjötta áratug 20. aldar og um tíma, árið 1946 var Úthlutunarskrifstofan þarna til húsa. Það er hugtak sem kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, en um miðja 20. öld var skömmtun á hinum ýmsu vörum. Þá má nefna raftækjaverslunina RAF sf. og Leikfanga- og gjafaverslun Tómstundaverzlunarinnar, sem opnuð var í húsinu haustið 1965.
Árin 1986-87 voru gerðar á húsinu miklar breytingar og endurbætur, m.a. var þak hækkað og fékk húsið þá núverandi útlit. Teikningarnar að þeim endurbótum gerði Haukur Haraldsson. Ekki voru menn á eitt sáttir með endurbæturnar á húsinu, en til stóð að byggingarnar vikju. Þá var opnuð í vesturálmu hússins sólbaðsstofan Stjörnusól, sem enn er starfrækt í húsinu og hefur meira að segja stækkað við sig; nú er afgreiðslan í vesturálmunni (framhúsinu). Þar voru áður, þar til um 2015, skrifstofur happdrætta (Fjölumboð) og spilakassasalur (Gullnáman). Á efri hæð hússins er gistirými á vegum Hótels Norðurlands, en aðalbygging þess er einmitt handan götunnar. Húsið er í mjög góðri hirðu og til prýði á fjölfarinni götu í Miðbænum. Það er ekki talið hafa varðveislugildi í Húsakönnun 2014 en sagt hafa gildi fyrir götumynd Geislagötu. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1941-1948. Fundur nr. 905, 10. apríl 1942. Fundur nr. 1011, 20. apríl 1945. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Erlingur Davíðsson 1975. Aldnir hafa orðið, IV bindi. Akureyri: Skjaldborg.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 9
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 392
- Frá upphafi: 436925
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 282
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.