8.1.2021 | 15:28
Hús dagsins: Háteigur v. Eyjafjarðarbraut
Þá er komið að fyrsta "Húsi dagsins" árið 2021. En það hús stendur á lágum hól syðst í horni skógarreitsins við gömlu Gróðrarstöðina á Krókeyri, sunnarlega í Innbænum, og nefnist Háteigur.
Haustið 1946 fluttust tvær fjölskyldur samtímis til Akureyrar frá Þórshöfn á Langanesi. Annars vegar Karl Ásgrímur Ágústsson og Þórhalla Steinsdóttir og hins vegar Helga Ágústsdóttir, systir Karls og maður hennar Ágúst Georg Steinsson. (Þórhalla og Ágúst voru ekki systkin, ef lesendur velta því fyrir sér). Þau síðarnefndu fluttu að Litla-Garði en Ágúst og Helga fluttust að Vökuvöllum, skammt frá Naustum. En um sumarið hafði Ágúst fengið leyfi til að [...]byggja hús á fyrir túnhorninu sunnan við Gróðrarstöðina, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.[...] (Bygg.nefnd. Ak. 1946: 1056) Húsið var sagt einlyft með timburlofti, en ekki tekið fram sérstaklega, að húsið sé steinhús. Umræddar meðfylgjandi teikningar eru ekki aðgengilegar á landupplýsingakorti Akureyrar, og ekki heldur upplýsingar um hver teiknaði. (E.t.v. Tryggvi Jónatansson ?) Þar liggja hins vegar fyrir upprunalegar raflagnateikningar af Háteigi, undirritun orðin ógreinileg, en dagsetningin er 22. júlí 1946.
Háteigur er einlyft steinhús í funkisstíl, með lágu valmaþaki og smáum útskotum til austurs og norðurs. Veggir eru múrhúðaðir og bárujárn á þaki og krosspóstar í flestum gluggum. Þá er einnig stærra útskot til suðurs og er þar um að ræða viðbyggingu.
Fullbyggður mun Háteigur hafa verið 1947 og urðu fjölskyldurnar fyrrnefndu þar með nágrannar við Eyjafjarðarbrautina, því Litli- Garður stendur aðeins um 150 metra sunnan Háteigs. Eru húsin byggð úr landi Nausta, líkt og drjúgur hluti sunnanverðs bæjarlands Akureyrar. Í Byggðum Eyjafjarðar fer ekki miklum sögum af búskap á Háteigi og líkast til var hann í öllu falli fremur smár í sniðum. En ekki skiptir öllu magnið heldur gæðin. Ágúst Steinsson og Helga Ágústsdóttir bjuggu ekki lengi í Háteigi, því árið 1952 keypti Tilraunaráð ríkisins húsið og varð það íbúðarhús forstöðumannsins, Árna Jónssonar. Árni, sem fæddur var og uppalinn í Sandfellshaga í Öxarfirði, hafði unnið að ýmsum ræktunar- og búvísindastörfum á Suðurlandi, m.a. í Ölfusi og Fljótshlíð. Árni var ráðinn forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar á Akureyri árið 1949 og bjó fyrstu árin í Gróðrarstöðvarhúsinu. Á þeim árum stóðu til miklar byggingarframkvæmdir við Gróðrarstöðina, en kaup Tilraunaráðsins á Háteigi kom í stað þeirra áforma. Bjó Árni í Háteigi ásamt fjölskyldu sinni í ríflega hálfan annan áratug, eða til 1969. Eiginkona Árna Jónssonar var Ingibjörg Rist Lárusdóttir. Hafa síðan ýmsir átt og búið í Háteigi. Um 1978 var byggt við húsið til suðurs, eftir teikningum Aðalsteins V. Júlíussonar, og á sama tíma byggður bílskúr norðan við húsið.
Háteigur er sérlega snyrtilegt og reisulegt hús og umhverfi þess til mikillar prýði. Stendur það innan um sérlega gróskumikinn skógarreit og ber þar mikið á t.d. öspum og greni. Yfir sumarið er húsið nánast hulið vegfarendum Eyjafjarðarbrautar. Háteigur hefur ekki verið tekinn fyrir í neinni húsakönnun svo síðuhafi viti til og þar af leiðandi ekki kunnugt um varðveislugildi hússins. Byggingargerð hússins er nokkuð dæmigerð fyrir fimmta áratuginn, einlyft og látlaust funkishús. Háteigur er vitaskuld ekki hluti neinnar götumyndar en segja má, að hann sé þátttakandi í skemmtilegri heild dreifbýlis við syðri mörk Akureyrarkaupstaðar (gegnt Flugvellinum) og auðvitað ætti sú torfa að njóta einhvers varðveislugildis. A.m.k. að áliti síðuhafa. Húsið er einbýli og hefur alla tíð verið svo. Myndirnar af Háteigi eru teknar þann 26. apríl 2020, þar sem horft er til vesturs frá Drottningabrautinni, en önnur í ljósaskiptunum þann 3. janúar 2021, og sýnir hún norðurhlið Háteigs.
Í brekkunum ofan Háteigs eru matjurtagarðar Akureyringa, en frá árinu 2009 hefur bæjarbúum boðist að leigja um 15 fermetra skika til ræktunar. Er um að ræða mjög vinsæla þjónustu og oftar en ekki komast færri að en vilja. Verður það enda æ fleirum ljóst, hversu dýrðlegt og gefandi það er, að rækta eigið grænmeti. Ávinningurinn er raunar margfaldur, fjárhagslegur og umhverfislega - auk þess hlýtur það ætíð að bragðast best, sem maður hefur ræktað sjálf/ur. Síðuhafi veltir því raunar stundum fyrir sér, hvort húsfélög eða einstaka íbúar fjölbýlishúsa, sem mörg hver standa á nokkuð víðlendum lóðum, hugkvæmist aldrei, að koma upp matjurtagörðum fyrir íbúa sem það vilja. Myndin til hliðar er tekin 24. september 2017.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1056, 21. júní 1946. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 440779
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.