Á gosslóðum

Fyrir liðlega mánuði, nánar tiltekið þann 31. maí sl. heimsótti ég gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli. Fór ég eins nærri og frekast var unnt, en þann dag var orðið ófært á svokallaðan "Gónhól"- og nú mun sá staður sem ég heimsótti orðinn óaðgengilegur. Þetta er svo sannarlega spennandi að sjá og tíminn einn mun leiða í ljós hvað verður.

Hér er horft ofan í Nátthaga. Því miður þekki ég lítt til örnefna eða átta á þessu svæði svo lítið verður um slíkar upplýsingar- en myndirnar tala þeim mun meira sínu máli.

P5310992

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áður en komið var upp á "útsýnishólinn" blasti hraunjaðarinn í Geldingadölum við. Ekki þótti mér ráðlegt að fara þar mjög nærri, þar sem undir jaðrinum er glóandi hraun. Því notfærði ég mér aðdráttarlinsu til þess að ná myndinni að neðan. Hraunveggurinn getur skriðið fram og fleiri tonn af 1200°C glundri ruðst yfir allt sem fyrir verður. En margir virtust þó kæra sig kollótta um það...

P5310999

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P5311000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo, þegar komið var upp á áðurnefndan "útsýnishól", sem skv. örnefnakorti virðist vera einn Merardalshnjúka, blasti þetta við:

P5311008 P5311009

Myndavélin var umsvifalaust dregin upp og hafðar hraðar hendur- því gígurinn gæti allt eins lagst í dvala eftir þessa "gusu". En annað átti eftir að koma á daginn. Um var að ræða "púlsa" sem endurtóku sig á u.þ.b. 5-10 mínútna fresti: 

Fyrst fór að flæða út úr kantinum...

P5311023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P5311024Svo jókst flæðið og það byrjaði að vella í gígnum...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo kom ágætis strókur. Hljóðið var einna líkasP5311025t þotu í flugtaki.

Óviðjafnanlegt!

 

Hvers vegna ég segi frá þessu öllu í þátíð, enda þótt gosi sé hvergi nærri lokið, skýrist auðvitað af því, að virknin nú er gjörólík því sem gerðist þarna í maílok. 

 

 

 

 

 

 

 

(Að sjálfsögðu var kaffi og "meððí" með í för)cool.

P5311014

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 436918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband