Hús dagsins: Norðurgata 56

Norðurgötu 56 reisti Þorsteinn Símonarson árin 1946-47. P4220994Hann fékk lóðina í júní 1946 og byggingarleyfi í september sama ár. Byggingarleyfið var fyrir húsi, á tveimur hæðum á lágum grunni og með valmaþaki. Húsið úr steinsteypu, þ.e.a.s útveggir og gólf yfir kjallara. Efri hæð innréttuð úr timbri, stærð 10,45x8,2m. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín.

Húsið er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.

Þorsteinn Marinó Símonarson var frá Grímsey en fæddur á Dalvík. Hann stundaði lengi vel útgerð á smáum bátum og sinnti ýmsu störfum eftir að hann kom í land. Á efri árum lagði hann stund á bókband. Hann bjó hér til æviloka, 1988 eða í rúm 40 ár. Ekkja Þorsteins, Bára Kjartansdóttir frá Miðhvammi í Aðaldal bjó hér um tíma eftir lát hans. Hún hafði flust til hans sem ráðskona árið 1969 og tveimur árum síðar gengu þau í hjónaband. Annars hafa margir búið í húsinu um lengri eða skemmri tíma. Líkt og nánast öll tveggja hæða steinhúsin við utanverða Norðurgötu var Norðurgata 56 tvíbýli frá upphafi, íbúð á efri og neðri hæð og svo er enn.

Húsið er í senn látlaust og reisulegt og til mikillar prýði í umhverfinu. Það er líkast til lítið sem ekkert breytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði en er engu að síður í mjög góðri hirðu. Það er nefnilega alls ekki samasemmerki þar á milli, að hús séu óbreytt frá upphafi og að þeim hafi ekki verið haldið við. Fjarri því.  Þar sem höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar eindregið álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. öld, norðan Eyrarvegar. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1058, 9. júní 1946. Fundur nr. 1064, 20. sept. 1946. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 436911

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband