Hús dagsins: Norðurgata 54

Norðurgötu 54 mun Svavar Björnsson vélstjóri hafa reist árið 1946P4220993 eftir teikningum Páls Friðfinnssonar. Ekki gat höfundur fundið neitt um húsið í bókunum Bygginganefndar en það getur einfaldlega skýrst af því, að hann hafi ekki leitað nógu vel. Ein helsta forsenda þeirra leitar byggist á því, að nöfn húsbyggjenda komi fram á einhverjum þeirra teikninga, sem finna má á kortavef bæjarins. Það er hins vegar ekki tilfellið hér. (Það þýðir nefnilega ekkert, að ætla að fletta upp húsum eftir götum og númerum í bókunum bygginganefndar frá miðri, eða fyrri hluta 20. aldar).

Norðurgata 54 er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki. Bárujárn er á þaki. Á veggjum er steiningarmúr og lóðréttir póstar Suðurhluti framhliðar skagar eilítið til vesturs (fram) og á suðausturhorni eru yfirbyggðar svalir eða sólskáli.

Elsta heimildin af þeim 71 sem birtast, þegar „Norðurgötu 54“ er flett upp á timarit.is, er úr Verkamanninum, frá vorinu 1950. Þá var Svavar Björnsson  í hópi bátaeigenda, sem skoruðu á bæjarstjórn að sækja um undanþágu fyrir Eyjafjörð, frá banni við dragnótaveiðum. Svavar, sem fæddur var á Grenivík, starfaði sem vélstjóri og síðar í Slippnum. Hann bjó hér um áratugaskeið ásamt fjölskyldu sinni, en hann var kvæntur Emelíu Kristjánsdóttur. Margir hafa búið hér um lengri eða skemmri tíma, en húsið mun alla tíð hafa verið tvíbýli með einni íbúð á hvorri hæð. Það er að lítt breytt frá upphaflegri gerð og er í mjög góðri hirðu. Sólskáli á efri hæð var byggður árin 2003-04 eftir teikningum Svans Eiríkssonar (sjá tengil á teikningar efst í textanum).

Húsið er traustlegt og reisulegt og með vissum sérkennum, sem gefa því skemmtilegt yfirbragð. Þar ber helst að nefna steypt lóðrétt bönd yfir og á milli inngöngudyra á framhlið og smáan, kringlóttan gluggi með mjóum þverpóstum norðarlega á framhlið. Á lóðarmörkum er steyptur veggur með járnavirki, sem einnig er í góðri hirðu og myndar skemmtilega heild með húsinu. Hvort húsið njóti varðveislugildis er höfundi ókunnugt um, en ítrekar það álit sitt að  hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl við Norðurgötu eigi skilið hátt varðveislugildi. (Og öll gatan eins og leggur sig ef út í það er farið...) Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Sjá tengla í texta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 420291

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband